Rætt um grundvallaratriði

Yfirskrift landþings Ungra jafnaðarmanna sem haldið er um helgina er RÉTTLÆTI - Ungt fólk og félagslegt réttlæti, réttur til þátttöku og eign auðlinda.

Yfirskrift landþings Ungra jafnaðarmanna sem haldið er um helgina er RÉTTLÆTI – Ungt fólk og félagslegt réttlæti, réttur til þátttöku og eign auðlinda. Áður en málefnastarf þingsins hófst voru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, og Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, gestir þingsins og deildu vangaveltum sínum um félagslegt réttlæti.

Stefán sagði að félagslegt réttlæti er ramminn sem við hönnum í samfélaginu sem við viljum búa í. Hvað fólk gerir innan þess ramma fær ríkið ekki ráðið. Þá ræddi hann um að félagslegt réttlæti á milli kynslóða, t.d. í auðlindanýtingu og mikilvægi varúðarsjónarmiða varðandi það. Til dæmis væri ekki með vissu vitað hversu lengi hægt sé að nýta jarðvarma í þeim virkjunum sem hafa verið byggðar á undanförnum árum.

Honum sárnar að vinstri stjórn undanfarinna ára hafi ekki komið á opnara samfélagi, enda sé það forsenda fyrir lýðræði en einnig forsendan fyrir verðleikasamfélagi. Ennþá sé erfitt að fá upplýsingar frá hinu opinbera og nefndi hugsanlega sölu á jörðinni að Grímstöðum að fjöllum sem dæmi. Ungt fólk á að rífa stjórnkerfið úr leyndarhjúpnum. Hann sagði þinggestum að unga fólkið þurfi ekki sérstakt leyfi til þess að taka þátt í lýðræðislegri umræði. Hann hvatti ungt fólk til að bjóða sig fram til að hafa áhrif enda myndu þau alltaf hafa áhrif ef þau sækjast eftir því.

Kristrún ræddi það að kjarninn í jafnaðarstefnunni sé að allir menn séu jafnir. Benti hún á að lýðræðið er ekki eitthvað sem einhver einn sem getur kennt, ekki frekar en það er ekki einhver einn sem kennir ungabarni tungumál. Lýðræðið sé menning og eitthvað sem við tökum þátt í á hverjum degi. Ef við sýnum öllum virðingu, þá séu allir jafnir. Ef við sýnum ekki öllum virðingu, þá læra börnin vonda menningu. Við sjáum þetta t.d. í stjórnmálamenningu samtímans á Íslandi. Hvert okkar ráði því hvert framlag okkar eigi að vera. Eftir framsögurnar fóru fjörugar umræður.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand