Eldskírn nýrrar stjórnar

Nýkjörin stjórn Ungra jafnaðarmanna tók á móti fríðum hóp úr Menntaskóla Borgarfjarðar nú fyrr í dag, var þetta hópur úr áfanga í stjórnmálafræði og því um margt að ræða.

Nýkjörin stjórn Ungra jafnaðarmanna, sem tók við keflinu síðastliðinn laugardag, fékk til sín fríðan hóp borgfirskra menntaskólanema fyrr í dag. Hópurinn situr áfanga í stjórnmálafræði og því var margt sem bar á góma.

Hópurinn fékk einnig að spyrja alþingismanninn Helga Hjörvar nokkura góðra spurninga. En með honum að vanda var Herra X.

Ungir Jafnaðarmenn brugðu á það ráð að hvetja menntskælingjana til rökræðu og umræðu í stað þess að halda einræðu um ágæti Ungra Jafnaðarmanna. Þau mál sem brunnu hvað mest á hópnum voru skattur á ferðaþjónustu, aðskilnaður ríkis og kirkju og þátttaka ungs fólks í stjórnmálum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand