ENGA HENTISTEFNU Í ATVINNUMÁLUM

Landsþing Ungra jafnaðamanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, hófst nú undir kvöld, með setningarræðu Guðrúnar Jónu Jónsdóttur, formanns samtakanna.

Setning landsþings Ungra jafnaðarmanna

Landsþing Ungra jafnaðamanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, hófst nú undir kvöld, með setningarræðu Guðrúnar Jónu Jónsdóttur, formanns samtakanna. Yfirskrift þingisins í ár er RÉTTLÆTI Ungt fólk og félagslegt réttlæti, réttur til þátttöku og eign auðlinda. Í ræðunni beindi Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður samtakanna, þökkum til Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir þá vinnu sem hún hefur unnið á Alþingi og það þrekvirki sem hafi unnið á undanförnum árum sem forsætisráðherra.

Þá lýsti Guðrún ánægju sinni með það að eftir tæplega fjögur ár með vinstri stjórn hafi farið betur en á horfðist eftir efnahagshrunið. Á Íslandi væri ekki verið að fórna náttúrugæðum fyrir skyndigróða og ekki væri hentistefna í atvinnumálum heldur er verið að byggja upp atvinnustefnu til framtíðar og ekki bara til næstu fjögra ára.

Um framtíðina sagði Guðrún að Samfylkingin ætti ekki fórna hverju sem er til að vera við stjórnvölin. Samfylkingin ætti að fara í stjórn með flokkum sem vill ekki að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu eða eigum ekki að vinna með flokkum sem þykja teboð í stjórnmálum eitthvað smart. Né þeim sem vilja loka landinu, og tefla fram óheilbrigðri þjóðernishyggju sem elur á hatri í garð annara.

Fyrir utan að kjósa nýja stjórn samtakanna liggur fyrir landsþinginu að ræða og afgreiða ályktanir á fjölmörgum sviðum samfélagsmála. Auk þess munu þinggestir á morgun, laugardag, eiga hispurslausar samræður við Dag B. Eggertsson, varaformann Samfylkingarinnar, um pólítíkina og kosningaveturinn framundan.  Þá munu Katrín Júlíusdóttir, tilvonandi fjármála- og efnahagsráðherra, Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, og Margrét Gauja Magnúsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, svara spurningum ungra jafnaðarmanna um reynslu þeirra af því að vera ungir frambjóðendur í prófkjörum Samfylkingarinnar.

Landsþingið er haldið í Flugvirkjasalnum, Borgartúni 22, 3. hæð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand