R-listinn á grafarbakkanum

Nú líður ekki á löngu þar til gengið verður til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna komandi leiðtogaprófkjörs þar sem enginn frambjóðandi virðist stefna á neitt ákveðið sæti. Það eina sem er vitað er að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætlar sér að leiða listann en hinir frambjóðendurnir láta líta svo út að þeir séu í hálfgerðu kurteisisframboði. Menn gera kannanir en kannast síðan ekki við neitt. Borgarstjórnarflokkur D-listans hefur einnig verið í sviðsljósinu þegar menn þar hafa skotið föstum skotum á R-listann um málefnalægð og valdabaráttu. Nú líður ekki á löngu þar til gengið verður til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna komandi leiðtogaprófkjörs þar sem enginn frambjóðandi virðist stefna á neitt ákveðið sæti. Það eina sem er vitað er að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætlar sér að leiða listann en hinir frambjóðendurnir láta líta svo út að þeir séu í hálfgerðu kurteisisframboði. Menn gera kannanir en kannast síðan ekki við neitt. Borgarstjórnarflokkur D-listans hefur einnig verið í sviðsljósinu þegar menn þar hafa skotið föstum skotum á R-listann um málefnalægð og valdabaráttu. Einnig hafa menn haldið fram að tilvera hans byggist eingöngu á því að halda völdum og um leið að halda D-listanum frá völdum.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði maður varist þessum skotum með kjafti og klóm og beitt mótrökum. Staðan er einfaldlega sú að nokkuð virðist vera til í þessum árásum – því miður. R-listinn hefur í raun gefið út veiðileyfi á sjálfan sig síðustu mánuði. Endalausir fundir bak við luktar dyr sem virðast ekki gefa af sér neinar niðurstöður af viti. Á meðan sitja málefnin á hakanum og hinn almenni kjósandi R-listans hlýtur að klóra sér í hausnum.

Nýjustu Gallupkannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn fengi nauman meirihluta í borginni yrði gengið til kosninga nú. Að vísu er það ekki nýtt af nálinni að svona stutt sé á milli fylkinganna svo skömmu fyrir kosningar. Samt hljóta það að vera alvarleg aðvörunarmerki þegar svona mikill titringur er kominn í kjósendahóp R-listans og því brýnt að grípa til aðgerða.

Ég er þeirra skoðunar að R-listinn sé í raun orðinn Samfylkingunni fjötur um fót. Ef hún ætlar að eiga möguleika á að vaxa og dafna í borginni verður það ekki gert öðruvísi en með eigin framboði. Með góða málefnastefnu og sterkan leiðtoga ættum við góða möguleika og ekki óraunhæft að ætla að flokkurinn myndi ná í versta falli fjórum mönnum. Síðan væri reynandi að mynda meirihluta og halda borginni. Það er a.m.k. alveg ljóst að margir mega ekki til þess hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bæði völd í borginni og í landsmálunum.

R-listinn er einfaldlega langt frá því að vera það mikla afl sem hann var þegar hann var stofnaður og virðist því miður vera í andarslitrunum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand