Hýr hamingja

Á laugardaginn fögnuðu landsmenn fiskinum okkar góða fyrir norðan og hér sunnan lands var það hýr hamingja sem réði ríkjum. Fólk á öllum aldri, kynjum og kynhneigð fór niður í miðbæ að líta litríka skrúðgöngu augum. Það sem vekur athygli við þessa göngu hér á Íslandi er að hún er fjölskylduskemmtun. Þarna fara foreldrar, afar og ömmur með krílin sín og fagna með málstað homma og lesbía. Úti í heimi hefur það verið sorgleg staðreynd að göngur sem þessar hafa endað með ósköpum þegar hatursmenn hýrra hafa reynt að gera málstað þeirra að engu. Við megum öll vera stolt af þeirri þróun sem hér er. Þetta er frábær sumarskemmtun fyrir alla fjölskylduna og kærkomið tækifæri til að útskýra litróf mannsins fyrir krökkunum sínum. Á laugardaginn fögnuðu landsmenn fiskinum okkar góða fyrir norðan og hér sunnanlands var það hýr hamingja sem réð ríkjum. Fólk á öllum aldri, kynjum og kynhneigð fór niður í miðbæ að líta litríka skrúðgöngu augum. Það sem vekur athygli við þessa göngu hér á Íslandi er að hún er fjölskylduskemmtun. Þarna fara foreldrar, afar og ömmur með krílin sín og fagna með málstað homma og lesbía. Úti í heimi hefur það verið sorgleg staðreynd að göngur sem þessar hafa endað með ósköpum þegar hatursmenn hýrra hafa reynt að gera málstað þeirra að engu. Við megum öll vera stolt af þeirri þróun sem hér er. Þetta er frábær sumarskemmtun fyrir alla fjölskylduna og kærkomið tækifæri til að útskýra litróf mannsins fyrir krökkunum sínum.

Ég tek ofan fyrir hæstvirtum félagsmálaráðherra, honum Árna. Hann þorði loksins að taka afstöðu. Loksins tók einhver af skarið og sagði sína skoðun á hlutunum. Það er magnað að allan þennan tíma sem mannréttindi homma og lesbía hafa verið til umræðu hefur hún alltaf verið undir rós. Enginn segir neitt sem getur ekki skilist eða misskilist á 10 mismunandi vegu. En um leið og ég fagna afdráttarleysi Árna velti ég því fyrir mér af hverju í ósköpunum þetta gladdi mig svona mikið. Ég hreinlega sperrtist öll upp og lofaði manninn fyrir að samþykkja það að hommar og lesbíur væru líka fólk! Magnað að það þurfi virkilegt hugrekki til að stíga fram og segja að samborgarar okkar megi stofna til fjölskyldu, megi gifta sig í fallegu kirkjum þessa lands.

Á sama tíma hló ég dátt að loðnu svari Jónínu sem með engu móti gat svarað því hver hennar hugur gagnvart sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðra væri. Sagði að það þyrfti að athuga vel þessi baráttumál samkynhneigðra. Ganga úr skugga um hvort hún kæmist til himna ef hún leyfði hommum að gifta sig í Þingvallakirkju. Hún gæti svo sem bara lesið sér til í metsölubók allra tíma, Biblíunni, en þar er rosalega mikið talað um að allir séu jafnir frammi fyrir Guði. Þannig að það hlýtur að vera í fínu lagi fyrir Guði að Jón og Pétur gifti sig í Guðshúsi en þá strandar það ef til vill á vilja Jónínu?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand