Pólitískt siðferði..

Á hinum fjölmörgu pólitísku vefritum heimsins, líkt og á þessu vefriti, setja menn sig oftar en ekki í stellingar siðapostula, dæma pólitískt siðferð og réttlæti út frá hinum ýmsu pólitísku hugmyndafræðum. Útfrá hugmyndafræði hvers og eins mótast svo mælistikur sem miðast við kenningar, trú, kynþátt, menningu eða tilfinningu um hvað sé réttlætanlegt og hvað ekki. En með hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar í huga hvað getum við lagt til í ? Gætu stjórnmálamenn Samfylkingarinnar hætt að haga sér eftir þeim “reglum” sem samfélagið hefur fyrir löngu sætt sig við að tilheyrir þegar tveir andstæðir stjórnmálamenn hittast ? Á hinum fjölmörgu pólitísku vefritum heimsins, líkt og á þessu vefriti, setja menn sig oftar en ekki í stellingar siðapostula, dæma pólitískt siðferð og réttlæti út frá hinum ýmsu pólitísku hugmyndafræðum. Útfrá hugmyndafræði hvers og eins mótast svo mælistikur sem miðast við kenningar, trú, kynþátt, menningu eða tilfinningu um hvað sé réttlætanlegt og hvað ekki. En með hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar í huga hvað getum við lagt til í ? Gætu stjórnmálamenn Samfylkingarinnar hætt að haga sér eftir þeim “reglum” sem samfélagið hefur fyrir löngu sætt sig við að tilheyrir þegar tveir andstæðir stjórnmálamenn hittast ?

Þegar við jafnaðarmenn viljum líkt og aðrir stjórnmálaflokkar hafa skoðanir á hinu og þessi í hinum mikla heimi stjórnmálanna vill oft það verða að svo miklum ofsa að við gleymum að taka til heima hjá okkur. Við sendum skítköst á móti skítköstum sem við svo fordæmum og drögum í efa að séu hluti af eðlilegri pólitík fullorðins fólks. Munurinn á kosningabaráttu og venjulegum degi í hinu pólitíska amstri er lítill þegar skoðuð eru skoðanaskipti flokkanna, eini raunverulegi munurinn er magn skítsins sem fleygt er á milli. Fordæmi þess að jafnaðarmannaflokkar erlendis taki ekki þátt í skítkasti og fari ekki í svokallaða “damage control” ástand þegar einhver hinna andstæðu flokka hefur kastað veglegri drulluköku á okkur í fréttatíma eru sjálfsagt ekki mörg. En með jafnaðageði væri hægt að snúa vörn í sókn með mun málefnalegri og eðlilegri viðbrögðum og hætta að reyna að leika eftir sandkassaleik leikskólabarna.

Stjórnmál að athlægi..
Mótsögnin í því að stjórnmálamenn haldi á æðstu völdum landsins og séu því þeir sem við kjósum til þess að bera ábyrgð verður ansi hlægileg þegar andstæðingar stjórnmálaflokkanna mætast í kappræður og setningar eins og „maður segir ekki svona”, „þú ert bara barnalegur”, „þú ættir að skammast þín” fljúga á milli manna og þáttastjórnendur fá lof fyrir ótrúlega skemmtidagskrá í lok fréttatíma. Betra væri að láta stjórnmálaspekingana springa í loft upp reglulega yfir háttsemi stjórnmálamanna en að þeir sjálfir , þessir fulltrúar þjóðarinnar sprengi upp allt áhorf með niðurlægjandi senum sem gefur handritshöfunum áramótaskaupsins frí að ári loknu.

Afþreying ..
Sumir vilja meina að áhugi almennings á stjórnmálum hafi dvínað í kjölfari þess að afþreyinga valmöguleikar hafa troðfullt markaðinn. Aðrir telja að stjórnmálin séu svo „svæsin” að jafnvel ungt fólk fórni “Survivor” fyrir gott Kastljós þar sem einhver segir eitthvað ljótt um hina. Hvort svo sem er rétt þá telur undirrituð að áhugi á málefnum stjórnmálaflokkanna hafi að miklu leiti horfið hjá ungu fólki. En það er ekki þar með sagt að það sé vegna áhugaleysi eða getuleysi ungs fólks að skilja um hvað málefnin snúast. Mín kenning er sú að þegar sjónvarpið býður upp á hanaslag og stöð 2 upp á siðprúða stjórnmálamenn þá vinna hanarnir. Þess á milli gleyma menn um hvað stjórnmálin í raun og veru eiga að snúast um. Eftir nokkrar vikur af rauðeygðum stjórnmálamönnum í kosningabaráttu er þorri almennings farinn að horfa aftur á aðra skemmtiþætti þar sem stjórnmálamenn virðast ekki ná að halda söguþræði svo við hin gefumst upp á þeim.

Hin eina sanna hugmyndafræði allra flokka !
Allir flokkar landsins eiga það þó sameiginlegt að hafa trú á einhverri þeirra fjölmörgu hugmyndafræða sem stjórnmál byggjast upp á . Það kann að vera mat okkar að hugmyndafræði andstæðinga okkar sé á villigötum, úr takt við tímana sem við lifum á, eða hreint út sagt fáránleg. Sú hugmyndafræði að í pólitík sé það leyfilegt að gefa bjúgverpilnum (Boomerang) lausan tauminn og sá sem sé síðastur að grípa hljóti almenna niðurlæginu. Þessi háttur stjórnmála á sennilega rót sína í sögulegum arfi okkar um eilífða valdabaráttu okkar sem við háðum einhvern tíma með sverðum til að verja stolt okkar. Þó flestir Íslendingar hafi látið af þessum ósið og tekið upp almennar samræður og kappræður til að komast að niðurstöðu í okkar daglega lífi, virðist það sem stjórnmálamenn sé fastir í fornu fari.

Stjórnmál
Nú mætti svo ætla að þú lesandi góður, sért að spyrja þig hvort að greinahöfundur telji þurra hámálefnalega pólitík sé það sem þjóðin vilji ! Að smá grín og glens á kostnað stjórnmálamannanna sjálfra sé ekki bara til að halda þjóðinni við efnið !
Það væri sjálfsagt hægt í hinum fullkomna að heimi að stjórnmálamenn bökuðu drullukökur og köstuð í hvorn annan og héldu trúverðuleika á sama tíma. En að mínu mati skipta ákvarðanir og málefni stjórnmálamann töluverðu máli fyrir landann. Hægt væri að bjóða uppá samræður um málefnin án þess að við þyrftum að sitja undir forníslenskum tilvitnunum og missa þráðinn.

Undirrituð í „siðarpostulastellingum” skorar á alla stjórnmálamenn Samfylkingarinnar að segja sig úr drullukökubakstrinum og neita að taka þátt í þessari forníslenskuhefð og kveðja þessa skálmöld skítkasts. Verum fyrst flokka til þess að bjóða uppá innihaldsríka skemmtidagskrá þar sem við sýnum það að við lifum á tuttugustu og fyrstu öld.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand