Ný sjálfstæðisbarátta

Þann 17. júní s.l. urðu Íslendingar vitni að því þegar friðsamleg mótmæli á Austurvelli voru leyst upp með valdi. Það voru vaskir lögregluþjónar ríkisins sem fjarlægðu með handafli borgara sem báru kröfuspjöld á Austurvelli á sama tíma og forsætisráðherra hélt þar sína árlegu ræðu. Þann 17. júní s.l. urðu Íslendingar vitni að því þegar friðsamleg mótmæli á Austurvelli voru leyst upp með valdi. Það voru vaskir lögregluþjónar ríkisins sem fjarlægðu með handafli borgara sem báru kröfuspjöld á Austurvelli á sama tíma og forsætisráðherra hélt þar sína árlegu ræðu.

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert og er dagsetningin engin tilviljun. Þennan dag árið 1811 fæddist Jón Sigurðsson, frelsishetja Íslendinga, og til heiðurs baráttu hans var Ísland lýst sjálfstætt ríki á Þingvöllum á fæðingardegi hans árið 1944. Á þessum tímamótum er rétt að staldra aðeins við og minnast þess með hvaða hætti Jón Sigurðsson og félagar hans börðust fyrir sjálfstæði landsins – og hverju þeir voru að berjast gegn. Hvað var það í stjórnarfari landsins á þessum tíma sem frelsishetjurnar sveið undan?

Allt frá árinu 1264 hafði Ísland lotið erlendri stjórn, fyrst Noregs en síðar Danmerkur. Konungur Danmerkur var einvaldur og hafði hlotið vald sitt frá Guði. Alþýða landsins hafði ekkert að segja um stjórnarhætti í landinu og framfylgt var þeim lögum sem konungur setti, með þeim hætti sem konungi þóknaðist. Má fullyrða að á einveldistímanum hafi landinu verið stjórnað með þeim hætti sem kom konungi Danmerkur best, án tillits til hagsmuna íslensku þjóðarinnar.

Fram á 19. öld höfðu Danir einkaleyfi til verslunarreksturs hér á landi, sem þýddi að ekki máttu aðrir en ákveðnir danskir kaupmenn, sem höfðu til þess leyfi frá konungi, versla með nauðsynjar á Íslandi. Var hverjum kaupmanni úthlutað ákveðið landsvæði til að höndla á. Engin samkeppni ríkti. Verslun í landinu var því stjórnað af danska konunginum og með hagsmuni danskra kaupmanna – og þar með konungsins – að leiðarljósi, en ekki íslenskrar alþýðu.

Ströng lög um ritskoðun voru í gildi á þessum tíma og mátti ekkert birtast á prenti sem hallaði á Guð, danska kónginn eða allsherjarreglu. Lágu þungar sektir og fangelsisrefsing við brotum á lögunum. Tjáningarfrelsi var einnig mikið skert og var fólki hiklaust stungið í steininn fyrir að mótmæla framgangi stjórnvalda. Vaskir lögregluþjónar, hermenn og vaktmenn gættu að framgangi laganna og til var embætti sérstaks ritskoðara konungs.

Upp úr þessum jarðvegi spratt frelsishreyfing íslenskra stúdenta í Danmörku. Þeirra helsti Þrándur í Götu voru þó ekki dönsk yfirvöld, heldur íslensk alþýða. Hún svaf þyrnirósarsvefni og skeytti því litlu sem yfir hana gekk á þessum tíma. Bændur voru framtakslitlir og höfðu minnstan áhuga á réttarbótum í íslensku stjórnarfari. Töldu þeir einokunarverslunina náttúrulögmál sem ekki ætti eða mætti hrófla við, og ekkert var í raun fjarri hugum Íslendinga á þessum tíma en skipta sér að eða setja út á stjórnarhætti landsins.

Grettistak Jóns Sigurðssonar og samherja hans fólst fyrst og fremst í því að opna augu landsmanna fyrir því að það var ekki sjálfsagt að landinu væri stjórnað af dönskum einveldiskonungi, sem einungis gætti sérhagsmuna sinna og náinna samstarfsmanna. Að það væri ekki sjálfsagt að verslun í landinu væri stjórnað af fáum einokunarkaupmönnum, sem í engu þurftu að hafa áhyggjur af viðskiptavinum sínum, einvörðungu yfirvöldunum sem úthlutuðu versluninni. Að það væri ekki sjálfsagt að heil þjóð lyti í einu og öllu stjórn fámennrar valdaklíku, sem eingöngu lagði áherslu á að halda völdum, hvað sem það kostaði. Eftir að það tókst að opna augu íslensks almennings fyrir þessum staðreyndum var eftirleikurinn auðveldur.

Nú, tæpum tvöhundruð árum eftir fæðingu Jóns Sigurðssonar, er rétt að staldra við og kanna hvað hefur áunnist. Höfum við gengið til góðs? Eða erum við kannski í sömu sporum og Jón var á fyrri hluta 19. aldar?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand