Jafnaðarstefnan er mikilvæg á tímum sem þessum

,,Verði ríkisstjórnin látin reka á reiðanum fram til ársins 2011 svíkja ráðamenn Samfylkingarinnar loforð um að hafa í hávegum gildi hennar um lýðræði og réttlæti. Samfylkingin verður að sýna og sanna að flokkurinn sé aldrei framar fólkinu.“ skrifar Ásgeir Runólfsson, varaformaður UJ.

Greinin er unnin úr ræðu sem haldin var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar 22. Nóvember síðastliðinn.Þar flutti Ingibjörg Sólrún, formaður Samfylkingarinnar, upphafsræðu sem var fjallað mikið um í fjölmiðlum. Í ræðunni sagði varði hún þá afstöðu sína að það væri ekki tímabært að boða til kosninga strax og endaði hana með því að segja að fólkið væri framar flokknum.

Jafnaðarstefnan er mikilvæg á tímum sem þessum

Inntak jafnaðarstefnunnar er trúin á að raunverulega sé hægt að breyta samfélaginu og framsækni er ein meginstoð hennar. Við jafnaðarmenn höfnum því að mannlegt samfélag sé í grunninn bundið í viðjar náttúrulegrar skipunar sem ekki er hægt að hrófla við. Slík eðlishyggja er þó kjarni íhaldsstefnunnar. Sjálfstæðisflokkur mun því aldrei geta reist samfélagið við á nýjum gildum.

Sjálfstæðisflokkur er rjúkandi rúst og stefnir nú í harðvítugar deilur um Evrópusambandið og peningamálastefnu þjóðarinnar í heild. Hann hefur ekki einu sinni kjark til að segja upp vanhæfum seðlabankastjóra. Hugmyndafræði samstarfsflokksins var okkur ekki að skapi áður, en nú hefur hún brotlent og endanlega sannað sig sem ein lélegasta hugmynd seinni tíma.

Hagsmunaflokkur fjármagnseigenda á ekkert erindi í ríkisstjórn eins og staðan er í dag. Hugmyndafræðilegur munur á milli flokkanna er einfaldlega of mikill þegar á reynir. Það er ljóst að ekkert uppbyggilegt mun koma frá Sjálfstæðismönnum í uppbyggingunni – endurreisn samfélagsins – samanber tillögur fjármálaráðuneytisins um 10 prósent flatan niðurskurð hjá hinu opinbera.

Samfylkingin lagði áherslu á lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Síðan myndum við hugsa næsta leik. Nú er lánið komið í gegn. Krónan fer á flot og seðlabankastjóri, rúinn trausti, tekur við milljörðunum. Það er kominn tími á næsta leik.

Evrópusambandið verður að komast á dagskrá og það er Samfylkingarinnar að leiða umræðuna á næsta stig. Við þurfum að ræða samningsmarkmið Íslands og bjóða almenningi upp á upplýsta og innihaldsríka samræðu um sambandið.

Mikilvægasta krafa Samfylkingarfólks er þó að boðaðar verði kosningar í vor. Samfylkingin þarf á endurnýjuðu umboði að halda. Umboði til að endurreisa samfélagið á nýjum gildum.

Samfylkingin getur samið við stjórnarandstöðuna um að koma inn í ríkisstjórn með sér. Sú stjórn mundi fylgja áætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og boða til kosninga á næsta ári. Kosningarnar mega ekki vera haldnar of snemma. Það verður að gefa stjórnmálaflokkum tíma til að semja nýjar stefnuskrár og velja sér nýja forystu. Eins er mikilvægt að gefa nýjum framboðum tíma til þess að myndast. Að loknum kosningum eru allar líkur að því að mikill meirihluti verði fyrir því á Alþingi að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið og leggja samninginn í dóm kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn munu seta þetta á stefnuskrá sína ef kosningar verða haldnar.

Verði boðaðar kosningar í vor getur Samfylkingin gengið til þeirra með góðri samvisku og haldið reisn sinni. Verði ríkisstjórnin látin reka á reiðanum fram til ársins 2011 svíkja ráðamenn Samfylkingarinnar loforð um að hafa í hávegum gildi hennar um lýðræði og réttlæti. Samfylkingin verður að sýna og sanna að flokkurinn sé aldrei framar fólkinu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið