Plastpokatillagan samþykkt á Alþingi

Alþingi afgreiddi í dag þingsályktunartillögu um aðgerðir til að draga úr plastpokanotkun. Tillagan var samþykkt með 49 atkvæðum. Einn sat hjá.

Tillagan er svohljóðandi:

Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að finna leiðir til að minnka plastpokanotkun hér á landi. Við val á leiðum til þess verði litið til annarra ríkja í Evrópu þar sem markvisst hefur verið dregið úr plastpokanotkun. Aðgerðaáætlun verði birt fyrir 1. mars 2015.

Uppruna þessa máls má rekja til þess þegar Margrét Gauja Magnúsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram svipaða tillögu á síðasta þingi. Hún hefur barist gegn aukinni plastpoka- og umbúðanotkun Íslendinga, meðal annars sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Plastpokanotkun er mikið umhverfisvandamál en um 1120 tonnum af plastpokum er fargað árlega hér á landi.

Fulltrúar allra flokka studdu tillöguna en flutningsmenn hennar voru Oddný G. Harðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Katrín Júlíusdóttir,
Guðbjartur Hannesson og Össur Skarphéðinsson úr Samfylkingunni, Bjarkey Gunnarsdóttir úr Vinstri grænum,
Brynhildur Pétursdóttir úr Bjartri framtíð, Birgitta Jónsdóttir úr Pírötum,
Líneik Anna Sævarsdóttir úr Framsóknarflokki og Elín Hirst úr Sjálfstæðisflokki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið