60 milljónir á flótta

Síðastliðinn föstudag lauk sumarbúðum Ungra Evrópusinna í Noregi. Þær hófust mánudaginn 6. júlí og fóru fram við Tyrifjorden í Noregi. Fulltrúar Íslands á sumarbúðunum voru fimm, þar af þrír Ungir jafnaðarmenn. Þau Ída Finnbogadóttir, Óskar Steinn Ómarsson og Sigurgeir Ingi Þorkelsson sitja öll í stjórn Ungra jafnaðarmanna en tóku þátt fyrir hönd Ungra Evrópusinna á Íslandi.

Þema sumarbúðanna var flóttamannakrísan sem ríður nú yfir í kjölfar styrjaldarinnar í Sýrlandi. Meðal fyrirlesara voru Pål Nesse frá Flóttamannaráði Noregs, en í fyrirlestri hans kom fram að tala flóttamanna um allan heim er komin upp í 60 milljónir og hefur ekki verið hærri frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Meirihluti flóttamannanna er börn undir 18 ára aldri og mesta fjölgunin hefur verið í miðausturlöndum. Vegna styrjaldarinnar í Sýrlandi eru fleiri milljónir fólks á reiki innan landamæra Sýrlands og í löndunum í kring. Lítið brot flóttamannanna leggur á sig ferðalagið til meginlands Evrópu en þeir sem það gera þurfa að reiða fram háar upphæðir og leggja sig í mikla hættu.

Ída, Óskar og Sigurgeir halda nú heim til Íslands full innblásturs og hlakka til að taka  þátt í flóttamannaumræðunni á Íslandi. Ungir jafnaðarmenn vilja halda þeirri umræðu á lofti en á dögunum sendi félagið frá sér ályktun um að Ísland ætti að taka á móti 500 sýrlenskum flóttamönnum fyrir lok ársins 2017.

 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand