Pétur Georg Markan, knattspyrnumaður, varaþingmaður og guðfræðinemi, var kjörinn nýr formaður Hallveigar á aðalfundi félagsins þriðjudagskvöldið 8. september.
Með Pétri í stjórn voru kjörin Aðalsteinn Kjartansson varaformaður, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir gjaldkeri, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir ritari og tíu meðstjórnendur; Auður Anna Aradóttir, Ásþór Sævar Ásþórsson, Björn Rafn Gunnarsson, Brynhildur Bolladóttir, Eva Indriðadóttir, Garðar Helgi Biering, Guðfinnur Sveinsson, Júlía Aradóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir og Margrét Sveinsdóttir.
Pétur Georg Markan, knattspyrnumaður, varaþingmaður og guðfræðinemi, var kjörinn nýr formaður Hallveigar á aðalfundi félagsins þriðjudagskvöldið 8. september.
Með Pétri í stjórn voru kjörin Aðalsteinn Kjartansson varaformaður, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir gjaldkeri, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir ritari og tíu meðstjórnendur; Auður Anna Aradóttir, Ásþór Sævar Ásþórsson, Björn Rafn Gunnarsson, Brynhildur Bolladóttir, Eva Indriðadóttir, Garðar Helgi Biering, Guðfinnur Sveinsson, Júlía Aradóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir og Margrét Sveinsdóttir.
Aðalfundurinn samþykkti ályktun með yfirskriftinni „Réttlátt samfélag og lýðræðisumbætur“. Í ályktuninni er hvatt til breytinga á stjórnarskrá Íslands sem tryggi þjóðareign á auðlindum landsins, mannréttindi, efnahagsleg og félagsleg réttindi, jafnt vægi atkvæða allra kjósenda, að ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku og að fjármál stjórnmálaflokka verði gerð opinber. Þá hvetur Hallveig stjórnvöld til að tryggja ða þriðjungur þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp eftir afgreiðslu þings. Einnig að tiltekið hlufall kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og að þjóðaratkvæðagreiðslur þurfi til að heimila ríkinu að deila valdi með yfirþjóðlegum stofnunum.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ávarpaði fundinn og fjallaði um störf sín í ráðuneytinu. Ræddi hún meðal annars samstöðu innan ríkisstjórnarinnar að sækja ekki um séríslenskt ákvæði í alþjóðlegum loftslagsmálaviðræðum í Kaupmannahöfn í lok árs. Þá væri ríkisstjórnin einhuga um að gerast aðili að samevrópsku kvótakerfi yfir útblæstri á gróðurhúsalofttegundum.
Katrín fjallaði einnig um ný verkefni sem koma inn á borð ráðherra, meðal annars nýja kísilflöguverksmiðju og fyrirhugað netþjónabú á Reykjanesi. Benti hún einnig á að 12 prósent aukning hefði verið á komu ferðamanna þetta sumar, sem væri ótrúlegt í ljósi fjármálakreppunnar sem hefði dregið úr ferðamennsku um alla Evrópu.