Pétur Markan býður sig fram til formennsku í Hallveigu

Pétur Georg Markan, 28 ára knattspyrnumaður, vararþingmaður og guðfræðinemi, gefur kost á sér til formennsku í Hallveigu, ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík.

Aðalfundur Hallveigar fer fram þriðjudagskvöldið 8. september kl. 20.00 á skrifstofu Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1. Á fundinum verður kjörin ný stjórn félagsins og ályktanir afgreiddar að loknum almennum stjórnmálaumræðum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ávarpar samkomuna og Andrés Jónsson, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna, stýrir fundi.

Pétur Georg Markan vermdi 8. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Áður sat hann í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Röskvu frá 2007-2009 og gengdi starfi framkvæmdastjóra ráðsins 2008-2009. Hann hefur jafnframt lagt stund á nám í guðfræði við Háskóla Íslands.

Pétur er leikmaður Vals í Pepsi-deildinni í knattspyrnu, en hann gekk til liðs við félagið seinasta haust frá Fjölni. Áður hafði hann leikið með BÍ á Ísafirði til ársins 2005. Pétur vakti athygli í sumar fyrir að skora mark þegar átta sekúndur voru liðnar af leik Vals gegn ÍBV og setja þannig Íslandsmet fyrir hraðasta mark í sögu deildarinnar.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, núverandi formaður Hallveigar, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

petur

Pétur Georg Markan, 28 ára knattspyrnumaður, vararþingmaður og guðfræðinemi, gefur kost á sér til formennsku í Hallveigu, ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík.

Aðalfundur Hallveigar fer fram þriðjudagskvöldið 8. september kl. 20.00 á skrifstofu Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1. Á fundinum verður kjörin ný stjórn félagsins og ályktanir afgreiddar að loknum almennum stjórnmálaumræðum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ávarpar samkomuna og Andrés Jónsson, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna, stýrir fundi.

Pétur Georg Markan vermdi 8. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Áður sat hann í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Röskvu frá 2007-2009 og gengdi starfi framkvæmdastjóra ráðsins 2008-2009. Hann hefur jafnframt lagt stund á nám í guðfræði við Háskóla Íslands.

Pétur er leikmaður Vals í Pepsi-deildinni í knattspyrnu, en hann gekk til liðs við félagið seinasta haust frá Fjölni. Áður hafði hann leikið með BÍ á Ísafirði til ársins 2005. Pétur vakti athygli í sumar fyrir að skora mark þegar átta sekúndur voru liðnar af leik Vals gegn ÍBV og setja þannig Íslandsmet fyrir hraðasta mark í sögu deildarinnar.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, núverandi formaður Hallveigar, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand