Ný stjórn Korku kýs ekki eins og foreldrar sínir

Aðalfundur Korku 2009 016

Stefán Rafn Sigurbjörnsson var kjörinn formaður Korku, ungs jafnaðarfólks í Garðabæ og á Álftanesi, á aðalfundi félagsins í gær. Í ályktun fundarins er nýrri ríkisstjórn fagnað og hún hvatt til dáða.Aðalfundur Korku 2009 016

Ný stjórn Korku, ungs jafnaðarfólks í Garðabæ og á Álftanesi, var kjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Nýr formaður var kjörinn Stefán Rafn Sigurbjörnsson, 19 ára stjórnmálafræðinemi og formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Aðrir stjórnarmeðlimir eru Rósanna Andrésdóttir varaformaður, Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir ritari, Guðbjörg Runólfsdóttir gjaldkeri og sex meðstjórnendur, þau Arnór Bjarki Svarfdal, Ásdís Eyrún Sigurgeirsdóttir, Ásgeir Runólfsson, Dóra Hrund Gísladóttir, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir.

Gestir fundarins voru þingmennirnir Magnús Orri Schram og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Fjölluðu þau um stjórnmálaástandið og erfið verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar á næstu vikum og mánuðum. Aðalsteinn Kjartansson, varaformaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, stýrði fundi.

Aðalfundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun:

Korka, ungt jafnaðarfólk í Garðabæ og á Álftanesi, lýsir yfir ánægju með ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Hennar bíða mikil verkefni eftir áralanga óstjórn Íslands undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Fyrri ríkisstjórnir gáfu frjálshyggjunni lausan taum og sinntu ekki eftirliti með fjármálakerfi þjóðarinnar sem dældi peningum til FLokksins.

Stór skref nýrrar ríkistjórnar í átt að betra og réttlátara samfélagi voru hækkun námslána og umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.  Sú ákvörðun var löngu tímabær og loksins er búið að setja málið í réttan farveg. Sérhagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar hafa haldið þessari ákvörðun frá þjóðinni. Korka vill að allar ákvarðanir stjórnvalda verði gagnsæar og að tryggt verði að hæfasta fólkið verði ráðið til starfa í stjórnsýslunni.  Korka fagnar því að í seinustu alþingiskosningum hafi þjóðin sagt skilið við spillingu og erfðaveldi síðustu ríkisstjórna.

Korka hlakkar til að sjá nýtt Ísland byggjast upp á grundvelli jafnréttis, lýðræðis og frelsi. Frelsis sem byggist á jöfnum tækifærum allra. Í Garðabæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið lengi við völd. Skýr merki frjálshyggjunnar (ójafnréttisins) birtast þar í formi hárra leikskólagjalda og hárra gjalda fyrir skólamáltíðir barna. Í báðum tilfellum eru gjöldin þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu.

Korka starfar á næsta starfsári undir slagorðinu:

Korka – kýs ekki eins og foreldrar sínir

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand