Nútíma þrælahald á Íslandi

human-wrists1

LEIÐARI Íslendingar geta ekki lengur litið fram hjá því að mansal eigi sér stað í samfélaginu okkar.

human-wrists1

LEIÐARI Að minnsta kosti 59 fórnarlömb mansals hafa komið fram á Íslandi á síðustu þremur árum, samkvæmt sláandi nýrri skýrslu Rauða krossins. Í þriðjungi tilfella tengdust málin kynlífsiðnaði.

Mansal er einhver ljótasti glæpur sem fyrirfinnst í heiminum og áætla Sameinuðu þjóðirnar að hverju sinni séu 2,5 milljónir manns fórnarlömb hans, þar af 600 þúsund í Evrópu. 80 prósent fórnarlambanna eru konur og stúlkubörn og 70 prósent þeirra eru seldar til kynlífsþjónustu. Mansal byggist á mannvonsku og algjöru virðingarleysi við grundvallarmannréttindi fólks. Ekki er furða að athæfið sé kallað nútíma þrælasala.

Í mörgum tilfellum eru fórnarlömb mansals neydd til sambúðar við karlmenn sem hneppa þau í kynlífsþrældóm. Í öðrum tilvikum eru þau neydd til starfa í kynlífsiðnaði fyrir litla sem enga þóknun. Manneskjunum er haldið föngnum með hótunum, fíkniefnum eða líkamlegu ofbeldi.

Íslendingar geta ekki lengur litið fram hjá því að mansal eigi sér stað í samfélaginu okkar. Fórnarlömbin eru frá öllum heimsálfum og telst sannað nú að Ísland sé ekki aðeins gegnumstreymisland fyrir þolendur mansals, heldur einnig mótttökuland.

Höfundar skýrslunnar segja að raunverulegan stuðning skorti við fórnarlömb mansal hérlendis og að vandamálið sé ekki uppi á yfirborðinu og í umræðunni. Ísland hefur, eitt Norðurlandanna, ekki fullgilt Palermóbókunina gegn mansali, sem felur í sér ýmis úrræði til verndar þolendum glæpsins. Fullgilding bókunarinnar ætti að vera eitt fyrsta verk Alþingis á haustþingi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand