Í kjölfar Íraksstríðsins bárust ítrekaðar fréttir af mannréttindabrotum gegn íröskum föngum. Nokkrar greinar voru skrifaðar á vef okkar um Genfar sáttmálann og mikilvægi þess að honum sé fylgt í átökum af þessu tagi og eftirleik þeirra
Pentagon sniðgengur Genfar sáttmálann í nýjum yfirheyrslu leiðbeiningum
Í kjölfar Íraksstríðsins bárust ítrekaðar fréttir af mannréttindabrotum gegn íröskum föngum. Nokkrar greinar voru skrifaðar á vef okkar um Genfar sáttmálann og mikilvægi þess að honum sé fylgt í átökum af þessu tagi og eftirleik þeirra. Hinsvegar virðist Pentagon ætla sér að fara aðra leið en opinberar yfirlýsingar sögðu til um. Það komu ítrekaðar yfirlýsingar að Genfar sáttmálanum yrði fylgt, þessum málum yrði fylgt eftir, þau rannsökuð og þeir sem ábyrgir væru yrðu látnir svara fyrir það. Hinsvegar birtist í vikunni grein í The Guardian þar sem fram kemur að í nýjum yfirheyrslu leiðbeiningum sem Pentagon hefur verið að setja saman, sé bann við “humiliating and degrading treatment,” sem lauslega þýðist sem niðurlægjandi meðferð, sniðgengið.
Samkvæmt Los Angeles Times hefur leiðbeiningunum ekki verið lokið og eru lögfræðingar innan innanríkisráðuneytisins að berjast fyrir því að Pentagon virði og fylgi reglum Genfar sáttmálans.
Fulltrúar Pentagon sögðu á mánudag að endanleg útgáfa yrði gefin út innan nokkurra vikna. Talsmaður þeirra, Mark Ballesteros, yfirhershöfðingi sagði að þar sem leiðbeiningarnar væru ekki tilbúnar eða endanlegar væri óþarfi að ræða þær að svo stöddu. Sagði hann að varnarmálaráðuneytið (Pentagon) hefði alltaf og myndi alltaf vernda rétt þeirra sem væru í haldi hjá þeim.
Lögfræðingar Pentagon hafa verið með þessar leiðbeiningar í vinnslu í rúmt ár, en vinna við þær fór í gang í kjölfar hneykslis mála tengdum Abu Ghraib fangelsisins og pyntingum fanga þar. Harðlínumenn innan hersins og skrifstofu Dick Cheney vilja að hernum verði gefið aukið svigrúm til þess að yfirheyra grunaða hryðjuverkamenn sem svokallaða “ólöglega skæruliða” (unlawfull combatants). Aðrir innan stjórnarinnar benda hinsvegar á, að ef að hömlur sé vísvitandi slakaðar þá muni stjórnin bera pólitíska og lagalega ábyrgð ef upp koma pyntinga hneykslismál í framtíðinni.
Andstæðingar stjórnarinnar segja að uppkast sem gert var innan dómsmálaráðuneytisins árið 2002, þar sem rök voru færð fyrir því að forsetinn væri ekki bundinn við skilyrði Genfar sáttmálans, hefðu ýtt undir og á vissan hátt orsakað illa meðferð fanga í Abu Ghraib, Afganistan og Guantanamo fangabúðunum.
“Administration critics say a legal memorandum produced by the justice department in the 2002, suggesting that the president was not constrained by the Geneva convention, paved the way for the maltreatment of inmates in Abu Ghraib, Afghanistan and Guantánamo Bay.”
Lögfræðingar hersins, JAG (judge advocates general), reyndu að koma í veg fyrir að ákvæðum Genfar sáttmálans yrði sleppt en að sögn var þeim tillögum hafnað af æðstu mönnum innan Pentagon.
Heimildamaður LA Times sagði að lögfræðingarnir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri skásta niðurstaðan sem þeir gætu fengið í gegn. En að það væru afdrifarík mistök að snúa baki við, eða grafa undan Genfar sáttmálanum, þar sem hann innihéldi þær grunnreglur átaka sem allar þjóðir væru bundnar.
Það var fyrir löngu ljóst að Bush telur sig æðri alþjóðalögum, á sama hátt og ríkistjórn og ráðherrar Íslands telja sig hafna yfir landslög. Það að háttsettir einstaklingar geti ákveðið hvaða reglum þeir fylgja og hvaða reglum þeir kjósa að líta framhjá er algjörlega óásættanlegt í lýðræðis samfélagi, hvort sem það er Ísland eða Bandaríkin. Eitt er þó næsta víst, ef að endanleg útgáfa leiðbeininganna mun sniðganga Genfar sáttmálann mun Björn Bjarnason fyrstur manna lýsa yfir stuðningi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Gott ef að hann leggur ekki bara til að víkingasveitin fái vald til þess að pynta einstaklinga grunaða um umferðalagabrot. Því auðvitað þarf að taka á þeim málum, með lögum skal land byggja. Eða allavega þeim lögum sem æðstu mönnum þóknast.