Ótti við ekkert

Varnarmálaumræðan að undanförnu er orðin ákaflega undarleg. Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum reynir að ljúga að fólki að að við þurfum her til að verjast hryðjuverkum eða til að fæla hugsanlega árásaraðila frá því að ráðast á Ísland og stela jöklunum okkar. Gott fólk við höfum nákvæmlega enga þörf fyrir her á Íslandi. Varnarmálaumræðan að undanförnu er orðin ákaflega undarleg. Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum reynir að ljúga að fólki að að við þurfum her til að verjast hryðjuverkum eða til að fæla hugsanlega árásaraðila frá því að ráðast á Ísland og stela jöklunum okkar. Gott fólk við höfum nákvæmlega enga þörf fyrir her á Íslandi.

Hryðjuverkaógnin
Ísrael er með fimmta öflugasta her í heimi, samt sem áður eru framdar sjálfsmorðsárásir þar vikulega án þess að herinn þar geti nokkuð annað gert en að svara í sömu mynt og skjóta einhvern.

Bandaríkin eru með öflugasta her í heimi, samt sem áður tókst hópi ódæðismanna að fremja hryðjuverk án þess að herinn þar geti gert nokkuð annað að veita þjóðum “operation freedom” og Bandarískum verktökum eitthvað að gera.

Ísland er líklega með her, samt sem áður tókst drukknum kvæðamönnum að kasta áfengissprengju, ásamt baneitruðum orðum, á Bandaríska sendiráðið. Þrátt fyrir hetjulegar tilraunir kom herinn engum vörnum við þegar hálfum líter af eld-vodka var varpað af handafli á sendiráðið.

Árásir sem einstaklingar gera á ríki eru ekki sama eðlis og þegar ríki ráðast á ríki. Engin viðvörun er gefin og markmiðið er ekki allsherjar sigur. Þegar því er haldið fram að mikilvægt sé að hafa her á Íslandi vegna hryðjuverkaógnar þá er annað hvort verið að tala af fáfræði eða hreinlega verið að ljúga.

Árásir frá óvinveittum þjóðum
Sumir halda því fram að Ísland þurfi varnir gegn óvinveittum þjóðum þó svo engin sérstök þjóð sé óvinveitt. Raunveruleikinn er sá að ætli einhver her sér að ráðast á Ísland þarf hann að hafa sjóher eða magnaðan flugher, nema tilgangur sé að einungis að valda gereyðingu. Sé þjóðin sem ræðst á okkur bæði með hergögnin og viljann sem til þarf er hún annað hvort með ákaflega vitlausa stjórnmálamenn eða telur að olíu sé að finna innan landhelgi okkar. Hvernig sem sú fræðilega aðstaða getur komið upp þá erum við aðilar að varnarbandalagi sem samanlagt hefur yfir að ráða her sem getur eytt jörðinni hundrað sinnum.

Íslenskur her
Þegar talað er um slíkt þarf að hafa eitt fullkomlega á hreinu. Á slíkur her að vera varnarher eða árásar og varnarher. Ef hann á að vera einungis varnarher þá er það eyðsla á peningum sem skattgreiðenda svo Björn Bjarnason geti orðið varnarmálaráðherra og þjóðin státað sig af stærsta her í heimi miðað við höfðatölu. En ef herinn á að vera árásar og varnarher sem tekur þátt í átökum út í heimi þá hefur fáranlegri hugmynd líklega aldrei verið lögð fram í sögu Íslands. Ekki einasta er það eyðsla á peningum heldur einnig mannslífum. Við erum friðsæl þjóð og eigum að líta á það sem forréttindi ekki veikleika. Viljum við virkilega gefa stjórnmálamönnum okkar umboð til að fórna mannslífum? Hefðum við viljað íslenska hermann í „operation free Iraq“? Tilgangur hers er að taka þátt í átökum, það verðum við að hafa í huga áður en förum að ímynda okkur íslenska hermenn í skrúðgöngu á sautjánda júní.

Horfumst í augu við staðreyndir
Við þurfum góðar björgunarþyrlur til að aðstoða fólk í neyð á sjó sem landi, punktur basta. Engin þörf er á her á landinu. Við lifum á friðartímum, að minnsta kosti í okkar heimshluta. Verum ánægð með það, varnir okkar mega aldrei vera til þess að halda uppi atvinnu heldur verður raunveruleg gild ástæða fyrir þeim.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand