Halldór og Hannes. Banvæn blanda?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur svipt dulunni yfir ritstörfum sínum. Hann hefur í hyggju að gefa út ævisögu Halldórs Laxness, eins merkasta rithöfundar þjóðarinnar fyrr og síðar. Mörgum hefur eflaust brugðið í brún þegar ljóst var að einn umtalaðsti stuðningsmaður frjálshyggju og hægristefnu ætlaði að taka að sér að skrifa sögu merkasta atómsskáldssins. Er ráðlegt að Hannes skuli taka að sér þetta fyrirferðarmikla verk, ef litið er frá pólitískum sjónarhóli? Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur svipt dulunni yfir ritstörfum sínum. Hann hefur í hyggju að gefa út ævisögu Halldórs Laxness, eins merkasta rithöfundar þjóðarinnar fyrr og síðar. Mörgum hefur eflaust brugðið í brún þegar ljóst var að einn umtalaðsti stuðningsmaður frjálshyggju og hægristefnu ætlaði að taka að sér að skrifa sögu merkasta atómsskáldssins. Er ráðlegt að Hannes skuli taka að sér þetta fyrirferðarmikla verk, ef litið er út frá pólitískum sjónarhóli?

Í viðtali við Hannes í Morgunblaðinu sl. sunnudag, sagði hann að í ritverki þessu ætlaði hann ekki að ,,syngja hóseanna” um nóbelsskáldið, heldur væri ætlunin að gera eins konar greinarskil á 20. öldinni; Halldór hafi verið persónugervingur hennar og réttast væri að gera skil á hans skáldlegu hlið út frá sagnfræðilegu sjónarmiði.

Ef Halldór hefði verið nasisti, þá….
Maður getur varla ímyndað sér að Hannes sleppi því alfarið að gagnrýna pólitískar hugsjónir Halldórs. Hannes sjálfur hefur áður bent á, að ef Halldór hefði verið nasisti hefði hann alls ekki náð að vinna sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar. Þess má þó geta að Gunnar Gunnarsson hefur ekki beint verið bannfærður úr íslensku bókmenntalífi þótt tengsl hans við nasistaforingja á sínum tíma hafi litað ímynd hans allverulega. Þessi ummæli Hannesar gefa þó til kynna töluverða andúð á vinstri hlið skáldsins og staðfestir að ýmsu leyti hugsanlega óhæfni hans.

Hannes hlutlaus? Aldrei!
Vissulega ættu ævisagnaritarar að forðast lofgjörðir um einstaklingana sem um er ritað hverju sinni. Það er þó þunn lína á milli hlutlausrar ævisögu og nokkurs-konar uppgjörs við annan einstakling. Hannes verður að gera sér það ljóst að hann er ekki fullkomlega trúverðugur sem samherji og vinur Halldórs, þó hann segi annað. Saga þessi er ekki skrifuð í samráði við fjölskyldu eða aðstandendur skáldsins og segir það ýmislegt. Það er nefnilega ekki á allra færi að rita slíka ævisögu, þótt hæfileikar Hannesar sem rithöfundar séu óumdeilanlegir. Fortíð hans sem frjálshyggjumanns er okkur býsna ofarlega í huga og í raun er óviðeigandi að svo pólitískur maður skuli eigna sér réttinn að þessari mikilfenglegu frásögn. Rétt er þó að taka fram að sama myndi eiga við um vinstrimenn því lofgjörðarævisögur eru oftar en ekki leiðinleg lesning.

Ópólitísk frásögn með öllu?
Hannes hefur fyrir löngu sannað sig á sviði ritstarfa og óhætt er að telja hann fyrirtaks rithöfund. Hins vegar er pólitíski þátturinn í ævisögu Halldórs Laxness svo veigamikill að hlutlaus aðili ætti manna helst að fást við verkið. Það er þó von að Hannes fari ekki að leita að enhverjum áhrifum frjálshyggju í verkum Halldórs eða gera lítið úr hans sósíalisma. Að sjálfsögðu er honum þó leyfilegt að skrifa hispurslausa frásögn af jafn-umdeildum manni og Halldór var. Sagan ætti þó ekki að litast um of af pólitískum vangaveltum því Halldór er jú fyrst og fremst rithöfundur þjóðarinnar, en ekki sósíalisti þjóðarinnar!

Að lokum óska ég Hannesi góðs gengis með útgáfu bókarinnar og það er víst komið á hver jólabókin verður í ár. Það er bara von að hann kunni sér hóf, sem er alls ekki sjálfgefið…

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand