Ósjálfstæðir háskólar

,, Með frumvarpinu er gert lítið úr framlagi nemenda og kennara við stjórnun skólanna, það eru þeir sem mynda háskólasamfélögin og þeir eiga að hafa völdin á æðsta stjórnstigi skólanna“. Segir Ásgeir Runólfsson sem situr í framkvæmdarstjórn UJ í grein dagsins.

Nú er menntamálanefnd Alþingis búin að afgreiða frumvarp til laga um opinbera háskóla til annarar umræðu í þinginu. Ungir jafnaðarmenn gerðu athugasemdir við frumvarpið þegar það kom fyrst fram. Ein af athugasemdunum snéri að gjörbreyttri skipan háskólaráða. Samkvæmt frumvarpinu átti meirihluti háskólaráða að vera skipaður fulltrúum sem koma ekki frá skólunum sjálfum. Fulltrúar háskólasamfélagsins áttu að vera rektor, einn fulltrúi nemenda og einn fulltrúi kennara. Tveir fulltrúar áttu að vera skipaðir af menntamálaráðherra og síðan átti ráðið að kjósa tvo utanaðkomandi aðila til viðbótar. Þannig væru fjórir aðilar í sjö manna háskólaráði ekki hluti af háskólasamfélaginu og hafa öll völdin á æðsta stjórnstigi skóla í sinni hendi. Í ljósi þess að enginn haldbær rök hafa komið fram fyrir þessari breytingu, sem gengur þvert á þær lýðræðishefðir sem hafa skapast í háskólasamfélögum í aldanna rás ,verður ekki hægt að ætla annað en að menntamálaráðherra sé að sækjast eftir meiri völdum innan skólanna. Ganga þannig þvert á yfirlýstan góðan tilgang frumvarpsins um að auka sjálfstæði opinberra háskóla.

Menntamálanefnd Alþingins virðist ætla að taka þátt í þessum skrípaleik ráðherra. Hún hefur gert breytingatillögur á frumvarpinu og þar er að finna einhverjar betrumbætur. Þar ber helst að nefna að nú er gert ráð fyrir að háskólaráð sé ekki eins í ólíkum skólum. Ef skólar eru með færri en 5.000 nemendur þá verður notast við sömu skipun háskólaráða og var lýst hér að ofan. Í skólum með fleiri en 5.000 nemendur (Háskóli Íslands) þá verður háskólaráð skipað 11 fulltrúum. Fulltrúum fjölgar um fjóra frá fyrri tillögu, fulltrúum nemanda fjölgar og verða tveir, sama á við um fulltrúa kennara þeim fjölgar líka og verða tveir. Það er jákvæðar breytingar, en fulltrúar sem menntamálaráðherra skipar er líka fjölgað og verða þeir fjórir. Enn er meirihluti háskólaráðs skipaður utanaðkomandi aðilum! Að hafa fjóra pólitískt skipaða fulltrúa í æðsta stjórnstigi nútíma háskóla er mikið óráð. Erfitt er að átta sig á hvaða tilgangi það þjónar öðrum en að tryggja ítök ráðherra við stjórnun skóla. Í framhaldi er rétt að benda á að í raun er það tímaskekkja að stjórnskipulag opinberra háskóla sé ákveðið með lögum. Skólarnir eiga sjálfir að ákveða hvernig þeir vilja hátta því, eins og þeir ættu sjálfir að ákveða hverjir sitja í háskólaráði.

Þær lýðræðishefðir sem mótast hafa í háskólum á seinustu öldum hafa tryggt skólunum mikla virðingu og á Íslandi endurspeglast það best í því að Háskóli Íslands er sú stofnun sem Íslendingar bera mest traust til. Með frumvarpinu er gert lítið úr framlagi nemenda og kennara við stjórnun skólanna, það eru þeir sem mynda háskólasamfélögin og þeir eiga að hafa völdin á æðsta stjórnstigi skólanna. Eins og þeir hafa völdin á öðrum stjórnstigum þar sem nemendur og kennarar kjósa sér fulltrúa til að leiða starf skólanna. Að allir séu virkir þátttakendur í stjórnun skóla er mjög jákvætt og er það í takt við nútíma stjórnunarhætti þar sem er mikið er lagt upp úr því að allir séu í sama liðinu og vinni sameiginlega að því að ná betri árangri.

Eðlilegt er að utanaðkomandi aðilar siti í háskólaráðum til að opna háskólana fyrir umhverfinu. Þannig fæst sýn á skólana úr annari átt og það stuðlar að því að þekking og færni skólana nýtist samfélaginu sem best. En að utanaðkomandi fulltrúar hafi meirihluta er algjörlega út úr korti og er ekki líklegt til að styrkja stjórn skólanna þegar horft er til langs tíma. Getur verið að pólitískir skammtímahagsmunir ráði hér för. Að menntamálaráðherra ætli sér að búa til háskólaráð sem eiga eftir að kalla í kór: „Við viljum taka upp skólagjöld“.

Skorað er á Alþingismenn að taka ekki þátt í þessum skrípaleik ráðherra og menntamálanefndar. Að sjálfsögðu á meirihluti háskólaráðs að vera skipaður af þátttakendum í háskólasamfélaginu og endurspegla þá stjórnunarhætti sem háskólarnir byggja á. Úr því sem komið er þá er skynsamlegasta niðurstaðan að samþykkja frumvarpið með eftirfarandi breytingatillögu sem gerir ráð fyrir að háskólaráð allra opinberra háskóla verði eins skipað og að fulltrúar háskólasamfélagsins fari með meirihluta í ráðinu.

Í skólum sem hafa fleiri en 5.000 nemendur (Háskóli Íslands) fækka fulltrúum skipuðum af ráðherra um tvo

Í skólum sem hafa færri en 5.000 nemendur þá verði fulltrúum nemenda fjölgað um einn og fulltrúum kennara fjölgað um einn

Háskólaráðin verða þá skipuð:

Rektor

2 fulltrúum menntamálaráðherra

2 fulltrúum nemenda

2 fulltrúum kennara

2 utanaðkomandi fulltrúum

Greinin birtist í 24 Stundum í dag, 28 maí 2007

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand