Öryrkjar sviknir

Í hinni pólitísku forgangsröðun eiga öryrkjar að vera mjög ofarlega á lista. Svo einfalt er það. Það er margt annað sem ætti að vera aftar í forgangsröðun nútímastjórnmála. Við þurfum að átta okkur á hlutverki ríkisvaldsins og eitt af því fáa sem nánast allir stjórnmálamenn geta verið sammála um er að ríkisvaldið á að koma á móts við öryrkja þessa lands þannig að þeir geti lifað mannsæmandi lífi. Við skulum ekki gleyma því að umræddar bætur eru ígildi launa viðkomandi fólks og snerta því að öllu leyti kjör þess. Stjórnmál snúast um forgangsröðun. Ég vona að íslenska þjóðin hafi fylgst vel með hvað hefur verið að gerast í íslenskum stjórnmálum á undanförnum dögum. Ríkisstjórnin er í enn eitt skiptið komið í hávaðadeilur við öryrkja þessa lands, öryrkja af öllu fólki.

Ég einfaldlega skil ekki af hverju núverandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, standa ekki við umrætt samkomulag við öryrkja. Þetta er í raun og veru afskaplega einfalt. Það lá meira að segja fyrir kosningarnar í vor að samkomulag við öryrkja myndi kosta rúman einn og hálfan milljarð króna. Nú kemur í ljós að ríkisstjórnarflokkarnir, með Framsóknarflokkinn í fararbroddi, ætla einungis að uppfylla samkomulagið að hluta. Þeir ætla að snuða 500 milljónir af öryrkjunum.

Nú hefur hæstvirtur heilbrigðisráðherra sagt í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi reynt að fá 500 milljónir til viðbótar til að hægt væri að standa við upphaflegt fyrirkomulag og það er játning á því að núverandi upphæð er ekki í samræmi við samkomulagið. Samkomulagið hefur því verið svikið. Pacta sunt servanda eða orð skulu standa eru lykilþættir í mannlegum samskiptum og ekki síst í stjórnmálum.

Fjármagnið til staðar en ekki viljinn
Fjármagnið til að standa við samkomulag öryrkja eins og það var í upphafi hugsað er svo sannarlega til staðar en ekki viljinn. Af hverju viljum við ekki leggja alla okkar krafta til að koma á móts við okkar minnstu bræður?
Það þarf enginn að segja mér að ekki sé svigrúm í ríkissjóði til að gera vel við þennan hóp einstaklinga sem mest þarf á því að halda.

Ríkið er með um 280 milljarða króna á milli handanna. Þetta er miklir peningar. Ríkið mun á næsta ári verða með um 100 milljörðum króna meira á milli handana en það hafði árið 1997.

Í hinni pólitísku forgangsröðun eiga öryrkjar að vera mjög ofarlega á lista. Svo einfalt er það. Það er margt annað sem ætti að vera aftar í forgangsröðun nútímastjórnmála. Við þurfum að átta okkur á hlutverki ríkisvaldsins og eitt af því fáa sem nánast allir stjórnmálamenn geta verið sammála um er að ríkisvaldið á að koma á móts við öryrkja þessa lands þannig að þeir geti lifað mannsæmandi lífi. Við skulum ekki gleyma því að umræddar bætur eru ígildi launa viðkomandi fólks og snerta því að öllu leyti kjör þess.

Ísland að vanda eftirbátar Norðurlandaþjóðanna
Í skýrslu Hagstofu Íslands um félags- og heilbrigðismál frá árinu 2003 sést að útgjöld vegna öryrkja á hvern íbúa er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Svo tölurnar séu sambærilegar eru þær birtar á jafnvirðismælikvarða eða á PPP og sýna þær að Ísland ver um þriðjungi minna til öryrkja á hvern íbúa en Danir verja til málaflokksins.

Þriðjungi minna en Danir, þrátt fyrir að í Danmörku sé minna hlutfall þeirra sem eru á aldursbilinu 18-64 ára á slíkum bótum. Séu útgjöld Íslendinga vegna öryrkja borin saman við hin Norðurlöndin sést að Norðmenn verja um helmingi hærri upphæð til málaflokksins en Íslendingar og Svíar og Finnar verja um 10-20% meira en við gerum.

Þessi samanburður og þessar tölur sýna að Íslendingar eru eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða þegar kemur að útgjöldum vegna öryrkja á hvern íbúa. Þessi samanburður sýnir forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið