Opið bréf UJ til Péturs Blöndal + svar hans!

Ungir jafnaðarmenn óska eftir því að Pétur H. Blöndal,tryggingastærðfræðingur, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, reikni út hvað þaulífeyrisréttindi kosta ríkissjóð sem æðstu stjórnendur landsins hafa umfram aðra starfsmenn ríkisins. Opið bréf Ungra jafnaðarmanna birt fimmtudaginn 11. desember

Ungir jafnaðarmenn óska hér með eftir því að Pétur H. Blöndal, tryggingastærðfræðingur, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, reikni út hvað þau
lífeyrisréttindi kosta ríkissjóð sem æðstu stjórnendur landsins hafa umfram aðra starfsmenn ríkisins.

Ungir jafnaðarmenn biðja um að Pétur reikni einnig út hversu hátt hlutfall launa sinna æðstu stjórnendur landsins þyrftu að greiða til að öðlast með eðlilegum hætti þau sérstöku lífeyrisréttindi sem þeim er skammtað í lögum nú.

Sem og vilja Ungir jafnaðarmenn biðja Pétur um að meta hvaða áhrif þessi umframlífeyrisréttindi hafa á afkomu ríkissjóðs næstu 25-30 árin.

Virðingarfyllst,
Ungir jafnaðarmenn

– – – – – – – – – – – – –

Svar Péturs birt að morgni sunnudags 14. desember

Kæru ungu jafnaðarmenn

Ég þakka ykkur fyrir e-bréfið. Ég hef lesið það og kynnt mér þau sjónarmið, sem þar koma fram. Ég hugsa nú að ýmsum þætti ég ekki vera nægilega óvilhallur til að meta þessa skuldbindingu. Það væri betra að annar tryggingafræðingur tæki það að sér. Reyndar er þessi skuldbinding reiknuð út á hverju ári og birtist í árskýrslu LSR. Svo þess verður væntanlega stutt að bíða að þessir útreiknignar liggi fyrir. Reyndar þarf að gefa sér vissar forsendur um líkur á ákveðinni hegðun forystumanna þjóðarinnar.

Fyrir hinn almenna þingmann kemur þetta þannig út að laun hans lækka um 1% (5% iðgjald í lífeyrissjóð í stað 4% áður), makalífeyrir er skertur yngri þingmenn (undir 40 ára) eru skertir. Ég tel að þessar skerðingar vegi upp hækkun á lífeyrisrétti forsætisráðherra og ráðherra.

Í þessu sambandi vil ég nefna eftirfarandi:

Varðandi lífeyrisréttindi þingmanna bendi ég á frumvarp sem ég flutti ásamt mörgum öðrum þingmönnum 1996. Hef ég ekki skipt um skoðun síðan:

http://www.althingi.is/altext/120/s/0079.html

Varðandi aukagreiðslur og þingfarakaup vil ég benda á frumvarp sem ég flutti 1998/99 ásamt Árna R Árnasyni. Hef ég ekki skipt um skoðun síðan:

http://www.althingi.is/altext/123/s/0104.html

Varðandi starfskostnað þingmanna þá tek ég hann ekki og hef aldrei tekið.

Svo vil ég benda á að prófkjörsbarátta mín haustið 2002 kostaði rúmar 1,6 mkr., sem enginn greiddi nema ég.

Kær kveðja
Pétur H. Blöndal

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand