Opið bréf til Björns Bjarnarsonar

Kæri Björn.Mig langar að giftast unnustu minni. Hún er allt sem ungur maður getur óskað sér. Falleg, skemmtileg, gáfuð, vel menntuð – og útlendingur.Fram að þessu hef ég ekki litið á þjóðerni hennar sem vandamál. Jú, hún kann ekki mikið í íslensku og ég ekki orð í hennar stórskrítna tungumáli og það er styttra til Síberíu frá heimili hennar en til Íslands en þetta eru smáatriði sem maður verður að sætta sig við í lífsins gangi, ástin sigrast á svona smámunum. En allt í einu lúrir nýr óvinur á sjóndeildarhringnum sem ógnar sambandinu og allt í einu er spurningin orðin, getur ástin sigrast á íslenska ríkinu og Birni Bjarnasyni? Kæri Björn.

Mig langar að giftast unnustu minni. Hún er allt sem ungur maður getur óskað sér. Falleg, skemmtileg, gáfuð, vel menntuð – og útlendingur.
Fram að þessu hef ég ekki litið á þjóðerni hennar sem vandamál. Jú, hún kann ekki mikið í íslensku og ég ekki orð í hennar stórskrítna tungumáli og það er styttra til Síberíu frá heimili hennar en til Íslands en þetta eru smáatriði sem maður verður að sætta sig við í lífsins gangi, ástin sigrast á svona smámunum. En allt í einu lúrir nýr óvinur á sjóndeildarhringnum sem ógnar sambandinu og allt í einu er spurningin orðin, getur ástin sigrast á íslenska ríkinu og Birni Bjarnasyni?

Samkvæmt nýjum útlendingalögum sem lögð verða fyrir alþingi Íslendinga innan skamms þá eru mér og konunni minni settar reglur umfram þær reglur sem venjulega gilda um ástfangið fólk í nútímasamfélagi.

Við megum til dæmis búa við það að lögreglan ryðjist inn til okkar án dómsúrskurðs og fari í gegnum undirfataskúffurnar okkar til þess að sanna eða afsanna að við séum í raun ástfangin og gift þess vegna. Það gæti nefnilega verið að hún væri bara að giftast mér til þess að hljóta landvistarleyfi á Íslandi. Við þurfum að sanna að við elskum hvort annað!

Við þetta vakna óneitanlega spurningar sem gæti verið að Björn Bjarnason gæti verið svo vinsamlegur að svara fyrir mig.

1. Hvernig skulum við unnusta mín búa um okkur í íbúðinni svo að þegar lögreglan brýst inn til þess að sanna að við elskum hvort annað, þá getum við sýnt fram á það? Ég er auðvitað ekki að biðja þig um að gefa upp leynilegar upplýsingar aðeins skilgreiningu á því hvernig sé hægt að búa við ást svo sannarlegt sé.

2. Einnig kemur fram í tillögunum að við gætum þurft að svara persónulegum spurningum hvort um annað til að sanna það að við búum ekki við ,,málamyndarhjónaband”. Það er sumt í fari unnustu minnar sem ég veit ekki. Mismunandi menningarheimar hafa mismunandi siði og því væri gott ef það möguleiki væri á því að útskýra aðeins nánar hvað við er átt.

3. Fyrst unnustu minni verður vísað úr landi við það að vera með ógilda eða útrunna pappíra er möguleiki að setja viðurlög við því ef að vinnuneytendur láti pappírana renna út? Til dæmis verði þeim vísað úr landi í stað útlendinganna stað. Það er nefnilega oftar en ekki vinnuveitendur sem sjá um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Er einnig hægt að fá undanþágu ef póstur berst ekki á réttum tíma?

4. Fyrst unnusta mín þarf að vera orðin 24 ára til að giftast mér mun það hafa áhrif á börnin okkar? Ef útlendingum er ekki treystandi að taka ákvarðanir fyrr en sex árum á eftir íslendingum samkvæmt lögum hversu miklu óþroskaðri eru hálfur útlendingur?

5. Það kemur fram í lögunum að að við þurfum að hafa búið saman áður en kemur að hjónabandi. Ef svo er ekki, megum við þá ekki giftast samkvæmt nýju löggjöfinni fyrst við höfum þurft að búa sitt í hvoru landinu um skeið?

Í reynd hef ég miklu fleiri spurningar en þetta en fæstar þeirra eru prenthæf. En þau skilaboð vildi ég koma á framfæri við Björn Bjarnarson og aðra þá sem að þessum lögum standa að ég og konan mín verðandi (við giftum okkur bara erlendis þar sem mannréttindi eru ennþá í hávegum höfð) erum bæði reið og móðguð yfir því að hún skuli nú vera talin Íslendingum réttlægri. Að með því einu að hafa ekki fæðst á Íslandi þá sé hún annars flokks borgari sem brjóta má á og virða megi réttindi hennar samkvæmt sáttmálum Sameinuðu þjóðanna að vettugi. Sem betur fer er konan mín finnsk og því varin með sáttmálum Norðurlandaþjóðanna í millum en ég þakka guði fyrir að konan mín er ekki kínverskur meðlimur í Falun Gong, þá fyrst færi alvarlega að syrta í álinn.

Svo bíð ég þess að grunnskóla Njarðvíkur verði breytt í fangabúðir “Guantanamo style” og þá verðum við vonandi örugg fyrir þessum skítugu útlendingum sem spilla hinu íslenska blóði og mergsjúga hina íslensku þjóð.

Þinn,
Þorleifur Örn Arnarsson

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand