Ísdrottninguna á grillið

Hver ákvað til dæmis að það skyldu vera hæðar- og þyngdarstaðlar í fegurðarsamkeppni? Ég held að hæðartakmörkin í Ísdrottningunni hafi verið 1,69. Og hvað ef maður er svo óheppinn að vera rosalega fallegur og langa til að spranga um sviðið í Smáralindinni með Hensonklæddan smáhund í fanginu en hefur bara náð 1,68 metra hæð? Á maður að draga gömlu Böffalóskóna fram úr skápnum og vona að skipuleggjandinn fatti ekki svindlið eða getur maður bara hunskast heim? Sorrí, þú hefur ekki þann eina sentimetra sem þarf til að teljast fallegur (og hvað ef maður hefur ofnæmi fyrir hundum?). Ég var of feit og ljót til að komast inn í Ísdrottninguna. Þess vegna fór ég og mótmælti keppninni upp í Smáralind á miðvikudagskvöldið fyrir viku, gegnsýrð af biturleika og fúllyndi. Það virðist a.m.k. vera skoðun allrar fegurðarelítunnar, sem hinn ljónskarpi skipuleggjandi veitir forystu fyrir; að andúð meirihluta framhaldsskólanema á þessari keppni sem hefur verið troðið upp á þá sé fyrst og fremst bara skúffelsi að vera ekki sætari en þetta.

Ég vil leiðrétta þennan misskilning. Ég er ekki á móti því að fólk hafi sig til eða sé fallegt. Þvert á móti er ég mjög hrifin af fallegu fólki. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að fegurð sé afstætt hugtak byggt á persónulegu mati hvers og eins og að þar af leiðandi sé ekki hægt að keppa í henni.

Og hvað ef maður hefur ofnæmi fyrir hundum?
Hver ákvað til dæmis að það skyldu vera hæðar- og þyngdarstaðlar í fegurðarsamkeppni? Ég held að hæðartakmörkin í Ísdrottningunni hafi verið 1,69. Og hvað ef maður er svo óheppinn að vera rosalega fallegur og langa til að spranga um sviðið í Smáralindinni með Hensonklæddan smáhund í fanginu en hefur bara náð 1,68 metra hæð? Á maður að draga gömlu Böffalóskóna fram úr skápnum og vona að skipuleggjandinn fatti ekki svindlið eða getur maður bara hunskast heim? Sorrí, þú hefur ekki þann eina sentimetra sem þarf til að teljast fallegur (og hvað ef maður hefur ofnæmi fyrir hundum?).

Alls konar asnalegar og þarflausar staðreyndir
Ein margtuggðustu rök fegurðarfólksins eru þau að fegurðar- samkeppnir séu ekkert öðruvísi en t.d. framhaldsskólakeppnir eins og Gettu betur og Morfís. Það er þó stór munur þar á; Gettu betur og Morfís byggjast á hæfileikum sem fólk hefur ræktað með mikilli fyrirhöfn. Í Gettu betur sitja menntskælingar tímunum saman við að æfa sig í að muna alls konar asnalegar og þarflausar staðreyndir og í Morfís er þjálfaður upp sá hæfileiki að sannfæra fólk um alla mögulega vitleysu, eins og að gömlu fólki skuli slátrað kerfisbundið eða eitthvað álíka.

Er þetta spurning um að vera ljósabekkjalegur?
Fegurðarsamkeppnir hins vegar byggjast á einhverju sem er meðfætt og fólk þarf lítið að hafa fyrir. Vissulega er hægt að líta á ljósabekkjalegur og aflitun sem aðhlynningu fegurðarinnar (og þannig virðast Ísdrottningarnar einmitt líta á málið) en svona í grunninn er það bara með höppum og glöppum hvort fólk fæðist þannig útlítandi að það falli að fegurðarstöðlum samfélagsins. Hvernig tilfinning ætli það sé að tapa í fegurðarsamkeppni? Fyrirgefðu vinan, þú ert örugglega ágæt, en dómurunum frá Kiss FM finnst þú ekki alveg nógu sæt…

Er þá ekki betra að kenna fólki að byggja sjálfstraust sitt ekki á því hvernig það lítur út frá náttúrunnar hendi heldur t.d. því hvernig það kemur fram við fólkið í kringum sig og hvort það innir vel af hendi þau verkefni sem það tekur að sér? Útlitið er jú afskaplega hverfull grundvöllur fyrir sjálfstraustið enda breytist það oftast með aldrinum.

Engan heimsfrið hér!
Meðan það er ennþá til fólk í heiminum sem hefur gaman af því að horfa á unglingsstúlkur rykkjast um sviðið í Vetrargarðinum undir dúndrandi Rusl&Búllsjitt tónlist með smáhunda í fanginu sem eru að skíta á sig af hræðslu – þá verða fegurðarsamkeppnir líka til hvað sem við ljótu og feitu femínistarnir segjum. En ég vil svara Ísdrottningunni 2004 sem spurði af hverju þessir hysterísku femínistar gætu aldrei látið fegurðarsamkeppnir í friði: þá skulið þið líka láta framhaldsskólann í friði. Þetta er menntastofnun, ekki módelsamtök. Engan heimsfrið hér!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand