Lánsama eyland þar sem allir menn eru jafnir en ekki lítilsvirtir – ekki enn (1)

Hvað er að gerast í samfélagi okkar? Það er vitað mál að við hræðumst það sem við ekki þekkjum. Við viljum halda því sem hefur reynst okkur vel. Já og ég verð að hrósa okkar ágætu karlmönnnum sem hafa oft staðið sig ágætlega. En elskurnar mínar breytinga er þörf. Við þurfum að sem flestar stofnanir endurspegli samfélag okkar og ef þið vissuð það ekki þá skal ég segja ykkur fréttir. Helmingur landsmanna mun vera kvenfólk og helmingur ku vera menn. Já, ég ætla að skrifa um jafnrétti. Jafnrétti meðal fólks er það að allir sama hverrar trúar, kynhneigðar, kynþáttar og kyns fólk er hafi það jafna möguleika til að nýta sína hæfileika og getu. Tækifærin bjóðist öllum sem hlut geta átt að máli. Þetta er eitthvað sem flestir geta samþykkt og styðja að minnsta kosti í orði en ákaflega margir gugna á borði. Hvers vegna er fólk svona hrætt við þetta hugtak? Fólk hreinlega þorir ekki að tala um þetta ,, jafnrétti”. Jafnrétti er eitthvað sem við högnumst öll á. Tilgangur laga sem eiga að tryggja jafnrétti eru sett til að allir hagnist, ekki til þess að vega að hlut hvítra íslenskra karlmanna. Hvers vegna er þessi hræðsla við að leyfa fólki að sitja við sama borð? Hverjir eru það sem halda að þeir munu bera skarðan hlut frá þessu jafnréttisborði? Af hverju eru menn já og konur sem ekki treysta konum og í ábyrgðar stöður þjóðfélagsins? Af hverju þarf að setja varnagla á útlendinga sem hingað koma? Ég reyni heitt og innilega að finna skýringar á þessu óskapnaðar framferði fólks en get ekki fundið neina….ja nema fáfræði og þröngsýni.

Hvað er að gerast í samfélagi okkar?
Það er vitað mál að við hræðumst það sem við ekki þekkjum. Við viljum halda því sem hefur reynst okkur vel. Já og ég verð að hrósa okkar ágætu karlmönnnum sem hafa oft staðið sig ágætlega. En elskurnar mínar breytinga er þörf. Við þurfum að sem flestar stofnanir endurspegli samfélag okkar og ef þið vissuð það ekki þá skal ég segja ykkur fréttir. Helmingur landsmanna mun vera kvenfólk og helmingur ku vera menn.

Halló, halló, halló það eru líka fólk hér sem ekki er fætt og uppalið á fróni. Eigum við virkilega að halda í sama reipið og hafa eingöngu okkar fölu frón guma í framsveit þessa lands. Eigum við í blindni að halda sama mynstri og ávallt bara útaf því að við þekkjum einungis það, reyna ekkert nýtt, gefa engum séns, enga framþróun? Það er ótrúlegt hversu ramt er við þessa íhaldsseggi reip að draga. Mér finnst það hreinlega grátlegt að ég sé hér í norrænni vöggu lýðræðis að fjalla um og berjast fyrir grundvallar mannréttindum og jafnrétti. Hvað er að gerast í samfélagi okkar? Hverslags laga óskapnaður er það að gefa sér þann rétt að ryðjast megi inn á heimili fólks án heimildar…bara útaf því að það eru útlendingar? Glæpur er glæpur sama hver eða hvers lenskur hinn grunaði er. Ef krafist er heimildar vegna húsleitar hjá Íslenzka-Jóa skal hennar einnig krafist hjá Johnny-english. Svo einfalt er það! Þetta er eitt fárra dæma um þennan óskapnað sem forhertir íhaldsdeggir leggja nú fram og vilja að dynji yfir þjóðina. Mér nánast fellur allur ketill í eld þegar ég horfi fram á að þau skref sem jafnréttis sinnar þessa lands hafa barist fyrir í ára raðir muni nú skolast burt og renna útí sandinn. Ég neita að gefast upp og jánka því að þrepaskipta þjóðfélaginu og því að ég, mæður okkar, systur og dætur séu annars flokks þegnar og innflytjendur varhugaverð sníkjudýr. Nei, vér mótælum öll!

(1) Iceland revisited (1959). Þýð. Sverrir Hólmarsson

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið