Opið bréf til 1152 ungra áhugamanna um stjórnmálastarf sem ekki fengu að skrá sig í Heimdall

Um fátt hefur verið meira rætt en ákvörðun fyrrverandi stjórnar Heimdallar(ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík) um að hafnaskráningarbeiðnum ykkar í félagið. Ungir jafnaðarmenn eiga erfitt með aðhorfa upp á það ranglæti sem þið hafið verið beitt. Það er sárt að vita afslíkum fjölda ungs fólks án heimahafnar í pólitík. Við höfum því ákveðiðað bjóða ykkur að ganga til liðs við Unga jafnaðarmenn (ungliðahreyfinguSamfylkingarinnar), enda teljum við líklegt að Samfylkingin eigi betur viðykkur en Sjálfstæðisflokkurinn. Kæru landlausu ungu stjórnmálaáhugamenn!

Um fátt hefur verið meira rætt en ákvörðun fyrrverandi stjórnar Heimdallar (ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík) um að hafna skráningarbeiðnum ykkar í félagið. Ungir jafnaðarmenn eiga erfitt með að horfa upp á það ranglæti sem þið hafið verið beitt. Það er sárt að vita af slíkum fjölda ungs fólks án heimahafnar í pólitík. Við höfum því ákveðið að bjóða ykkur að ganga til liðs við Unga jafnaðarmenn (ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar), enda teljum við líklegt að Samfylkingin eigi betur við ykkur en Sjálfstæðisflokkurinn. Ekki bara vegna þess að Samfylkingin er opinn og lýðræðislegur flokkur heldur líka vegna þess að okkur virðist sem að þið eigið flest meiri samleið með Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokknum hvað varðar hugsjónir og skoðanir. Þetta þykjumst við ráða af skrifum sumra ykkar á vefritinu Deiglunni.

Ungir jafnaðarmenn eru góður kostur fyrir fólk sem hefur brennandi áhuga á að starfa í stjórnmálum og vill hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna. Ekki þarf að ákveða að vera í félaginu það sem eftir er ævinnar eða greiða til þess gjöld nema menn kjósi það sjálfir. Öllum er jafnframt frjálst að bjóða sig fram og taka þátt í kosningum í félaginu. Við förum fram á það eitt af ykkur að þið vinnið með okkur að því að bæta samfélagið með því að vinna að framgangi stefnu sem er byggð á jöfnum tækifærum, fjölskyldugildum og frjálsræði.

Hlakka til að sjá ykkur,

Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand