Stjórnarhættir innan Sjálfstæðisflokksins

Þess vegna má gera ráð fyrir því að trixin sín hafi Heimdellingarnir lært af sér eldri, vitrari og reyndari mönnum innan flokksins. Það eru einmitt sömu mennirnir og nú halda um stjórnartaumana í landinu. Á dögunum var haldinn aðalfundur í stærstu ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins, Heimdalli. Virðist sem komin sé hefð fyrir því að á samkomum af þeim meiði bítast tvær fylkingar um völdin, „hófsamur“ armur annars vegar og „hægri“ eða „róttækur“ armur hins vegar – Geirsmenn og Björnsmenn. Var aðalfundur Heimdallar engin undantekning.

Það er yfirleitt hin besta skemmtun að fylgjast með ungliðunum afla sér og sínum fylgis, allt er lagt undir og kappið mikið. Virðast snarpar kosningabaráttur með dauðaþögn inn á milli vera orðið vörumerki ungliðahreyfinga Sjálfstæðisflokksins. Svo brá við fyrir aðalfund Heimdallar á dögunum, að ekki aðeins var baráttan skemmtileg, heldur einnig fróðleg og gaf innsýn í stjórnarhætti Sjálfstæðisflokksins.

Þannig er að settar voru ákveðnar leikreglur fyrir aðalfundinn um hvernig skyldi staðið að skráningu nýrra meðlima í flokkinn, en báðar fylkingar munu hafa smalað grimmt á fundinn. Þegar önnur fylkingin hafði náð um eitt þúsund nýskráningum sendi hún tilkynningu þar að lútandi til þáverandi stjórnar Heimdallar. Eftir að hafa tekið „stikkprufur“ af nýskráningunum komst stjórnin að því að þessir eitt þúsund nýju meðlimir hefðu verið skráðir gegn vilja sínum í Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að taka fram samhengisins vegna að fráfarandi stjórn félagsins þykir höll undir andstæða fylkingu þeirrar með eitt þúsund nýskráningarnar.

Hvað er satt og logið í málinu veit ég ekki. Á hinn bóginn á ég erfitt með að gera upp við mig hvort er verra og ólýðræðislegra, að stjórn félagsins brjóti leikreglur sem settar voru fyrir fundinn, þar sem hreyfing þeim þóknanleg virtist ætla að verða undir í kosningabaráttunni, eða að skrá eitt þúsund manns í Sjálfstæðisflokkinn gegn vilja sínum. Hitt veit ég, að þarna fáum við hin fróðlega sýn á innviði og stjórnunarhætti Sjálfstæðisflokksins.

Upprennandi vonarstjörnur Sjálfstæðisflokksins virðast ekki víla fyrir sér að brjóta reglur flokksins þegar um er að tefla valdastöður innan hans. Allt er leyfilegt. Og hér berjast flokksbræður. Hvaða meðul nota þessir menn í baráttu gegn raunverulegum pólitískum andstæðingum?

Víst er að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Gildir það um kosningabaráttu sem annað. Þess vegna má gera ráð fyrir því að trixin sín hafi Heimdellingarnir lært af sér eldri, vitrari og reyndari mönnum innan flokksins. Það eru einmitt sömu mennirnir og nú halda um stjórnartaumana í landinu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið