Eru kynferðisbrot glæpir í augum dómstóla þessa lands

Ég hef áður ritað um dómstóla og væga dóma þeirra fyrir ýmis brot sem ég hefði talið eiga að vera harðari miðað við alvöru brotsins. Eftir dóm í nauðgunarmáli nýlega þá finnst mér ég vera knúinn til að brýna raust mína enn og aftur um dómstóla og vægi dóma þeirra. Ég hef áður ritað um dómstóla og væga dóma þeirra fyrir ýmis brot sem ég hefði talið eiga að vera harðari miðað við alvöru brotsins. Eftir dóm í nauðgunarmáli nýlega þá finnst mér ég vera knúinn til að brýna raust mína enn og aftur um dómstóla og vægi dóma þeirra.

Ályktun landsþings UJ
Landsþing Ungra jafnaðarmanna fór fram nú um helgina, umræða þingsins var að fjalla um aukna klámvæðingu í þjóðfélaginu, aukna glæpi og fjársvelta löggæslu svo einhver mál séu tekin fram. Ein ályktana landsþingsins var eftirfarandi:

,,Ungir jafnaðarmenn vara eindregið við því að menn slái því strax föstu að eina leiðin til að fækka glæpum sé að þyngja refsingar. Fræðilegar rannsóknir og athuganir leiða í ljós að svo er jafnan ekki. Almennt eru Ungir jafnaðarmenn því þeirrar skoðunar að ekki beri að þyngja refsingar.

Samt telja Ungir jafnaðarmenn mikilvægt að refsirammi vegna alvarlegra kynferðisbrota verði betur nýttur en nú er og þá sérstaklega þegar um endurtekin brot er að ræða. Ungir jafnaðarmenn telja að það sama eigi við um alvarleg ofbeldisbrot.”

Furðulegt framferði dómstóla
Tilefni skrifta minna er einmitt sú staðreynd að maður var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur ungum konum fyrr á þessu ári. Þar notfærði maðurinn sér ástand kvennanna sem vegna ölvunar gátu ekki komið í veg fyrir að maðurinn kæmi fram vilja sínum. Dómurinn mat að málflutningur fórnarlambanna hefði verið stöðugur og trúverðugur andstætt hinum dæmda. Það sem mér blöskrar er að maðurinn skuli einungis vera dæmdur í tveggja ára fangelsi, þannig mun hann mjög líklega sleppa út eftir að hafa afplánað 2/3 dómsins eins og hefð er fyrir.

Nauðgun er glæpur
Refsiramminn fyrir að fremja jafn alvarlegan glæp og nauðgun er hámark 16 ár samkvæmt almennum hegningarlögum. Sú staðreynd að maðurinn skuli fá tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum er ofar mínum skilningi. Ég er fullkomlega sammála ályktun landsþingsins að þynging refsinga leiði ekki til fækkunar glæpa, hinsvegar eins og segir í ályktuninni þá er ekkert nema sjálfsagt að nýta þann refsiramma sem fyrir er. Ég hefði haldið að nauðgun væri það alvarlegur glæpur sem bæri að refsa fyrir, enda eyðileggur gerandinn oft líf þolandans og skilur eftir ör sem gróa aldrei til fullnustu. Skilaboð dómstóla finnst mér hinsvegar vera á þá leið að það skiptir engu máli þó þú fremjir nauðgun, það verður hvort eð er tekið vægt á þér af dómstólunum. Þetta eru ekki þau skilaboð sem ég vil að fari út í samfélagið. Nauðgun er glæpur og það einn sá viðurstyggilegasti sem fyrirfinnst. Það að dæma menn ekki í refsingu sem gæti haft forvarnargildi er meira en lítið furðulegt.

Ég vil endilega hvetja dómstóla þessa lands að fara að opna augun fyrir alvarleika nauðgunar og dæma í samræmi við glæpinn. Tími breytinga er runninn upp, nauðgun er glæpur af verstu sort og dómstólar landsins eiga að vernda saklausa borgara þessa lands.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand