Oligarkarnir í Rússlandi

Það er þessi eignatilfærsla helstu náttúruauðlinda Rússlands, sem áður voru í almenningseigu, til mjög fárra aðila, sem svíður í augum almennings. Sú staðreynd að örfáir menn geti eignast verðmætustu náttúruauðlindir þjóðarinnar án nokkurs endurgjalds fer gegn réttlætiskennd manna. Svo er spurning hvort Oligarkar finnist í fleiri löndum en Rússlandi. Í síðustu viku bárust fréttir af því að ríkasti maður Rússlands, og 26. ríkasti maður heims, Mikhail Khodorkovskij, hefði verið handtekinn á flugvelli í Síberíu, sakaður um skattsvik. Khodorkovskij þessi er eins og gefur að skilja gríðarlega valdamikill í heimalandi sínu og því þykja þetta tíðindi þar í landi og annars staðar.

Annar rússneskur auðmaður hefur verið í sviðsljósinu um nokkurn tíma, Roman Abromovich, eigandi Chelsea. Auðævi hans virðast óþrjótandi.

Báðir eru þeir Abromovich og Khodokovkij hluti af mjög fámennum hópi um 10 til 20 manna, sem kallaðir eru Oligarkar. Þetta eru menn sem auðguðust gríðarlega á svokallaðri einkavæðingu rússneskra náttúruauðæva og ríkisfyrirtækja í forsetatíð Borisar Jeltsin. Við hrun Sovétríkjanna upp úr 1990 komst á mikil upplausn í rússnesku stjórnmála- og viðskiptalífi, sem þessum fámenna hópi tókst að nýta sér með afskaplega arðbærum hætti.

Flestir Oligarkanna auðguðust með þeim hætti að þeir eignuðust ríkisfyrirtæki í einkavæðingarferli sem Boris Jeltsin stóð fyrir. Fyrirtækin hafa mörg hver einkaleyfi og eignarrétt á gríðarlegum náttúruauðlindum, svo sem gasnámum, málmum og olíu. Hefur verið áætlað að eignir Oligarkanna í gegnum gömlu ríkisfyrirtækin nemi nú um helmingi allra auðlinda Rússlands.

Mikillar reiði gætir í garð Oligarkanna í Rússlandi og er almenningur á því að þessir menn hafi ekki komist yfir ríkidæmi sitt með heiðarlegum hætti. Mikil spilling, m.a. mútur fyrir forsetakosningar árið 1996, hafi tryggt þessum fámenna hópi auðævin sem þeir nú búa við. Á meðan má rússnesk alþýða búa við sára fátækt, sérstaklega í dreifðum byggðum landsins.

Það er þessi eignatilfærsla helstu náttúruauðlinda Rússlands, sem áður voru í almenningseigu, til mjög fárra aðila, sem svíður í augum almennings. Sú staðreynd að örfáir menn geti eignast verðmætustu náttúruauðlindir þjóðarinnar án nokkurs endurgjalds fer gegn réttlætiskennd manna. Svo er spurning hvort Oligarkar finnist í fleiri löndum en Rússlandi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand