Barbie heimur

Þar blasti við mér ákaflega glaður maður keyrandi yfir, á eða undir líkömum nakinna kvenna sem brostu strípistaða glotti til þessa súkkulaði drengs. Jú, jú íslenskur auglýsingaiðnaður var farin að sýna þá mynd af konum að þær væru nú ekki ánægðar nema naktar í draumórum karlmanns. Ég gat ekki lokað augunum lengur og kennt öllum öðrum um bjagaða sýn á það sem þykir innan velsæmismarka. Ég setti upp skýtin og skemmtileg gleraugu um daginn. Þau gleraugu sýndu mér þó ekkert glæsilega mynda af því sem ég skoðaði. Viðfangsefni mitt var í hvernig mynd kynhlutverk þessa samfélags birtist. Ég hef annað slagið sett upp þessi gleraugu svona til að átti mig á hlutunum og reynt að lýsa fyrir öðrum hvað fyrir augu mín ber. Þessi pistill er enn ein tilraun mín til þess.

Hæfileikar eru ekki nóg
Mér varð á að kveikja á sjónvarpsstöð þar sem myndbönd eru uppistaða sjónvarpsefnis. Eftir smá gón með sljóum augum fattaði ég allt í einu að það sem fyrir augu bar var meira en lítið óeðlilegt. Hæfileikaríkar konur syngjandi um ást og hatur. Það er svo sem ekkert einkennilegt en það sem vakti athygli mína eins og margra annarra var að þær voru mjög illa klæddar… allt að því berar og ef skrúfað var niður í hljóðinu gat maður allt eins haldið að þetta væri bein útsending af einum af strípistöðum heimsins. Hæfileikar þessara kvenna er greinilega ekki nóg og alltaf þarf að ganga lengra í að selja – já selja hvað verður mér nú spurn? Ég beitti algengri aðferð og skammaði aðrar þjóðir fyrir að vera svona djúpt sokknar í sölumennsku að þetta þrifist hjá þeim og skipti um stöð.

Þar blasti við mér ákaflega glaður maður keyrandi yfir, á eða undir líkömum nakinna kvenna sem brostu strípistaða glotti til þessa súkkulaði drengs. Jú, jú íslenskur auglýsingaiðnaður var farin að sýna þá mynd af konum að þær væru nú ekki ánægðar nema naktar í draumórum karlmanns. Ég gat ekki lokað augunum lengur og kennt öllum öðrum um bjagaða sýn á það sem þykir innan velsæmismarka.

Eiturgrænn titrari
Talandi um auglýsingar varð mér ekki um sel um daginn þegar ég fletti prentmiðlunum. Þar blasti við mér risastór, eiturgrænn titrari og talað um getuleysi karla og hvað það væri nú niðurlægjandi fyrir karlmenn þegar þarf að grípa til þessa ,,hjálpartækis” þegar þeirra tól brygðist vegna reykinga. Á næstu blaðsíðu blasti við mér svipuð auglýsing þar sem auðmýking karlmannsins var staðfest af kvenmanni tilbúin að grípa til þess græna af blaðsíðunni á undan vegna þess að karlmaðurinn var ekki að standa sig í stykkinu að því er virtist, vegna reykinga. Ég efast um að þessi auglýsing hafi nokkur áhrif á unga reykingamenn nema þá að vekja fyrirlitningu á þeim mönnum sem þjást af getuleysi. Kannski þyrfti þessi ólánsami reykingamaður bara að fá smá glaðning frá Skjánum en hann færði á dögunum mönnum á ónefndu verkstæði hálfnakta konu dansandi í vörubíl. Svo var gleði mannanna og strípitaktar konunnar sýnt milli dagskrárliða til að sýna gjafmildi herra Skjás.

Bleik glimmerdeild
Svona í tilefni þessarar greinar gerði ég mér ferð í leikfangadeild og stoppaði í bleikri, glimmerdeild þar sem Barbie á heima. Þarna beið Barbie á hillunum ljóshærð, bláeyg og þvengmjó dásemdin uppmáluð. Það er þó aðeins farið að örla á pólitískri rétthugsun varðandi lit á Barbie – hún er komin með dökkt hár og dökka húð. En hver sem litarháttur hennar var eða vinkvenna hennar voru þær allar að fást við það sama. Þær voru að fara á ball, gifta sig, fara í handsnyrtingu eða klippingu og ef þær voru búnar að því blöstu þær við í bikiní eða ballerínukjól í kössunum. Ég fór þá að svipast um eftir ástvin Barbie honum Ken og sjá hvað hann var að fást við. Hann var að fara á hjólaskauta eða tónleika. Einnig virtist hann hafa orðið sér út um menntun í ljósmyndun. Já, hann var sá eini í glimmer hillunni sem var á leið í skóla. Já, svona er skiptingin í Barbie heimi og manni verður hugsað til unganna okkar sem hafa þennan heim sem sinn lungað úr deginum, hvernig skilaboð eru þetta?

Ég vil bara opna augu ykkar fyrir þessum steríótýpum sem við samþykkjum þegjandi og hljóðalaust – eða hvað? Ætlum við að samþykkja að svona séu kynhlutverkin og það að allt sé leyfilegt í ást og sölumennsku?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand