Metnaðarleysi stjórnvalda á ekki að koma niður á réttindum fólks til náms

Menntakerfi okkar hefur haft það að leiðarljósi undanfarna áratugi að menntun standi öllum til boða án tillits til efnahags eða þjóðfélagsstöðu. Það er því dapurt að hlusta á hugmyndir þess efnis að það gæti reynst nauðsynlegt að taka upp skólagjöld í Háskóla Íslands. Menntakerfi okkar hefur haft það að leiðarljósi undanfarna áratugi að menntun standi öllum til boða án tillits til efnahags eða þjóðfélagsstöðu. Það er því dapurt að hlusta á hugmyndir þess efnis að það gæti reynst nauðsynlegt að taka upp skólagjöld í Háskóla Íslands.

Gífurlegar lántökur nemenda
Háskóli Íslands er boðberi menntunar hér á landi og hefur verið það frá stofnun. Þessa menntastofnun hefur þorri almennings getað sótt, sem uppfylla innritunarkröfur, og stundað nám gegn hóflegu gjaldi. Nú ber svo við að umræða hefur verið uppi innan skólans um að skólayfirvöld myndu leggja til við Alþingi að sett yrðu lög sem heimiluðu skólagjöld. Rætt hefur verið um að HÍ myndi verða leyft að innheimta allt að 300 þúsund krónur á skólaári þannig að ef nemandi væri í 90 eininga námi, sem jafngildir þriggja ára námi, þá þýðir það skuldsetningu hans upp á 900 þúsund krónur. Slíkar fjárhæðir eru ekki á hendi margra og myndi það þýða lántöku nemenda sem næmi þessari upphæð – svo ekki sé minnst á vexti og verðbætur sem fylgdu með í kaupbæti.

Hingað til hefur eingöngu verið rætt um skólagjöld í meistaranámi í Viðskipta- og hagfræðideild en telja má líklegt að þegar þessu kerfi hefur verið komið á einu skólastigi munu hin fylgja í humátt á eftir þannig að á endanum verða skólagjöld viðtekin venja í HÍ.

Fjárhagserfiðleikar háskólans og aðferðir til úrbóta
Ástæða þessara hugmynda innan Háskólans má rekja til mikilla fjárhagserfiðleika sem stofnunin glímir við. Það má reyndar telja lofsvert að það skuli hafa verið mögulegt að halda háskólanum í þeim gæðum sem boðið hefur verið upp á þegar tekið er tillit til þess fjársveltis sem hún fæst við á degi hverjum. Hlutverk ríkisins á að vera að bjóða landsmönnum öllum jafnan aðgang að skólanum óháð efnahag þess, þessi skuldabaggi sem blasir við ef skólagjöld verða tekin upp er of stór biti fyrir fjöldamargt fólk og því er viðbúið að færri sæju sér fært að stunda nám.

Hið opinbera á að auka framlög sín til menntamála og láta Háskólann fá það fjármagn sem hann þarfnast til að gera boðið nemendum upp á nám á viðráðanlegu verði. Það er allri þjóðinni til heilla að fólk eigi þess kost að sækja nám óháð efnahag þess, það ýtir undir aukna þátttöku í frekari mótun þjóðfélagsins og eykur menntunarstig þjóðarinnar. Á þennan hátt er verið að fjárfesta til framtíðar og tryggja þátttöku almennings í samfélaginu. Jöfnuður er eitt megineinkenni jafnaðarmanna og skólagjöld falla örugglega ekki innan þess ramma.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand