Davíð naut ekki stuðnings 63% sjálfstæðismanna

Í barnalegri trú minni vonaðist ég til þess að þeirri atlögu gegn embættinu og Ólafi Ragnari, sem hefur átt sér stað undanfarin ár og hefur risið hvað hæst seinustu mánuði, myndi ljúka núna. Ég veit ekki hvernig mér gat dottið það í hug, því þessir menn geta einfaldlega ekki komist yfir þá staðreynd að fyrir átta árum síðan var Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn forseti Íslands í lýðræðislegum kosningum. Ennfremur svíður þeim að hann muni sitja áfram í embætti í a.m.k. fjögur ár í viðbót. Strax í hádeginu í gær hrópuðu þessir menn að það væri ekki einhugur um Ólaf Ragnar sem forseta, að hann væri ekki forseti þjóðarinnar heldur vinstri flokkanna, umboð hans væri veikt og að einungis 40 % atkvæðisbærra manna hafi kosið hann. Þessi stærðfræðileikur sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur nú dregið fram og verður vafalítið haldið á lofti á næstu dögum er ekkert annað en leikur af tölum. Á laugardaginn voru haldnar kosningar til embættis forseta Íslands. Sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, vann þar yfirburðasigur á mótframbjóðendum sínum. Það sem vekur einna mesta athygli er hversu lítil kjörsókn var. Skýringuna er vafalítið að finna í þeirri staðreynd að þessar kosningar voru langt frá því að vera spennandi og fyrir löngu ljóst að Ólafur Ragnar yrði endurkjörinn forseti.

Eins og börn sem skemma dótið og verða svo hissa þegar fólk vill ekki leika með það
Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerðu allir í hádeginu í gær mikið úr þessari litlu kjörsókn og kenndu í raunninni Ólafi Ragnari um hana. Samt sem áður hafa þessir sömu herramenn auk Halldórs Blöndals, Geirs Haarde, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og minni spámenn markvisst reynt að draga úr áhrifamætti og stöðu sitjandi forseta og um leið, sem er verra, sjálfu embætti forseta Íslands. Síðan verða þessir sömu menn afar undrandi yfir því hversu lítil kjörsóknin var, þrátt fyrir að hafa sjálfir átt hvað mestan þátt í þeirri hörðu atlögu sem hefur átt sér stað gegn forseta Íslands.

Geta ekki sætt sig við einfalda staðreynd
Í barnalegri trú minni vonaðist ég til þess að þeirri atlögu gegn embættinu og Ólafi Ragnari, sem hefur átt sér stað undanfarin ár og hefur risið hvað hæst seinustu mánuði, myndi ljúka núna. Ég veit ekki hvernig mér gat dottið það í hug, því þessir menn geta einfaldlega ekki komist yfir þá staðreynd að fyrir átta árum síðan var Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn forseti Íslands í lýðræðislegum kosningum. Ennfremur svíður þeim að hann muni sitja áfram í embætti í a.m.k. fjögur ár í viðbót. Strax í hádeginu í gær hrópuðu þessir menn að það væri ekki einhugur um Ólaf Ragnar sem forseta, að hann væri ekki forseti þjóðarinnar heldur vinstri flokkanna, umboð hans væri veikt og að einungis 40% atkvæðisbærra manna hafi kosið hann. Þessi stærðfræðileikur sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur nú dregið fram og verður vafalítið haldið á lofti á næstu dögum er ekkert annað en leikur af tölum. En við skulum endilega leika okkar svolítið með tölur.

Njóta Davíð, Geir og Björn ekki stuðnings sjálfstæðismanna?
22.- 23. nóvember 2002 héldu sjálfstæðismenn í Reykjavík prófkjör fyrir Alþingiskosningarnar sem voru haldnar í maí fyrir rétt rúmu ári. Prófkjörsins hefur verðið minnst fyrir það að þrír ungir frjálshyggjumenn skyldu komast í örugg sæti á kostnað kvenna, en engin kona náði tilætluðum árangri í prófkjörinu. Alls greiddu rétt tæplega 7500 manns atkvæði í þessu prófkjöri en um 16.300 voru á kjörskrá. Davíð Oddsson hlaut 6031 atkvæði í fyrsta sætið, Geir Haarde 5938 atkvæði í annað sætið og Björn Bjarnason 3785 atkvæði í það þriðja. Þetta þýðir að:
– 37% kosningabærra sjálfstæðismanna kusu Davíð Oddsson í fyrsta sætið – 63% gerðu það ekki!
– 36% kosningabærra sjálfstæðismanna kusu Geir Haarde í annað sætið – 64% gerðu það ekki!
– 23% kosningabærra sjálfstæðismanna kusu Björn Bjarnason í þriðja sætið – 77% gerðu það ekki!

Við getum haldið þessum barnalega talnaleik áfram og rýnt í tölur frá því í Alþingiskosningum 10. maí í fyrra. Í kjördæmi Davíðs og Björns, Reykjavíkurkjördæmi norður, voru 42.775 á kjörskrá og þar af kusu 12.833 Sjálfstæðisflokkinn. Þetta þýðir að 30% atkvæðisbærra manna í Reykjavíkurkjördæmi norður kusu Davíð – 70% gerðu það ekki! Samt sem áður heldur enginn því fram að umboð Davíðs sem forsætisráðherra sé veikt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand