Kristinn H. Gunnarsson hefur ekki verið sammála ríkisstjórnarflokkunum í veigamiklum málum sem hafa verið fyrirferðamikil síðustu mánuði. Þar ber hæst ritskoðunarlög Davíðs og Halldórs sem og stuðningur þeirra við stríðsbrölt Bush í Írak. Mikill meirihluti þjóðarinnar var ríkisstjórninni ósammála í þessum málum. Ennfremur var hinn almenni framsóknarmaður ósáttur við athafnir og gjörðir flokksforystunnar. Kristinn H. Gunnarsson var og er einn þeirra sem ekki hefur verið alls kostar ánægður með afstöðu stjórnarinnar og í stað þess að segja já og amen við öllu hefur hann staðið fastur á sannfæringu sinni og ekki legið á skoðunum sínum. ,,Það sem mér þótti skrítið var að stjórnarandstöðu- þingmaðurinn sem hana ritaði virðist ekki gera sér grein fyrir að á þingi eru tvö lið og eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði.” Dagný Jónsdóttir á heimasíðu sinni 2. desember 2003 s.l.
Það er gott að hafa þessi orð þingmannsins unga í huga þegar sá gjörningur sem meirihluti þingmanna framsóknarmanna framkvæmdi í gær er skoðaður. Kristinn H. Gunnarsson hefur ekki verið sammála ríkisstjórnarflokkunum í veigamiklum málum sem hafa verið fyrirferðamikil síðustu mánuði. Þar ber hæst ritskoðunarlög Davíðs og Halldórs sem og stuðningur þeirra við stríðsbrölt Bush í Írak. Mikill meirihluti þjóðarinnar var ríkisstjórninni ósammála í þessum málum. Ennfremur var hinn almenni framsóknarmaður ósáttur við athafnir og gjörðir flokksforystunnar. Kristinn H. Gunnarsson var og er einn þeirra sem ekki hefur verið alls kostar ánægður með afstöðu stjórnarinnar og í stað þess að segja já og amen við öllu hefur hann staðið fastur á sannfæringu sinni og ekki legið á skoðunum sínum.
Nú er honum refsað fyrir sjálfstæði sitt og hann útskúfaður úr þingflokki framsóknarmanna, þingflokki sem hann veitti meira að segja forystu fyrir fáeinum misserum. Langt er síðan frést hefur af öðru eins á hinu háa Alþingi.
Það er þó gott að í innsta kjarna Framsóknarflokksins eru einstaklingar sem fylgja forystu flokksins (lesist Halldór Ásgrímsson, Árni Magnússon, Björn Ingi Hrafnsson) í einu og öllu. Hjálmar Árnason er gott dæmi þar um, sem og ungliðarnir tveir: Dagný “liðsmaður” Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau tvö síðustu voru einmitt verðlaunuð fyrir fylgispekt við forystu flokksins í gær og fengið veigamikið hlutverk í nefndum.
Svo er bara að bíða og sjá hver verður næst settur í frost í Framsóknarflokknum fyrir að segja skoðanir sínar á mikilvægum þjóðmálum. Það skyldi þó ekki verða hinn almenni flokksmaður?