Ofurmennin á alþingi

Yfirvaldið gengur oft undir nafninu „þeir“. Hver hefur ekki heyrt um „þá“? Þá sem okkur eru æðri og vitrari. Það virðist enginn geta sagt nákvæmlega hverjir þeir eru, en öll berum við óttablandna virðingu fyrir þeim. Enda ekkert óeðlilegt, það þýðir ekki að andmæla þeim, það virðist bara stoppa mann bara í að komast áfram í lífinu. Hvernig geta „þeir“ þá orðið „við“. „Við“ sem ráðum. Yfirvaldið gengur oft undir nafninu „þeir“. Hver hefur ekki heyrt um „þá“? Þá sem okkur eru æðri og vitrari. Það virðist enginn geta sagt nákvæmlega hverjir þeir eru, en öll berum við óttablandna virðingu fyrir þeim. Enda ekkert óeðlilegt, það þýðir ekki að andmæla þeim, það virðist bara stoppa mann bara í að komast áfram í lífinu. Hvernig geta „þeir“ þá orðið „við“. „Við“ sem ráðum.

Þeir sem ráða eru oft frekar lítið fyrir að gefa frá sér völdin, hvað þá til okkar, því þannig verðum við þeir og þeir við, ekki rétt?

Sem lítill pjakkur var ég strax farinn að hafa áhuga á pólitík. Það fór óttalega í taugarnar á fullorðna fólkinu hvað ég var alltaf að blanda mér í dægurmál og þóttist allt vita best. Jóhanna var alltaf goðið mitt, ég átti ekki neinar rokkstjörnur eða slíkt sem goð. Nei Idolin mín voru þingmenn, og það þingmenn allra flokka. En Jóhanna var alltaf sér á báti. Í dag er ég ekki alltaf sammála henni en ber enn þessa óttablendnu virðingu fyrir henni, sem á sér rót í æskunni.

Árið 2003 valdi ég mér flokk. Þá fyrst var ég tilbúinn að taka afstöðu. Samfylkingin var ekki svo augljós kostur fyrst, ég var ekki sammála öllu sem flokkurinn gerði og sumt í stefnu flokksins þótti mér undarlegt. Það sem hinsvegar mér þótti skera Samfylkinguna út í hinu pólitíska landslagi, er um leið stærsti veikleiki og stærsti kostur hennar. Fólk er ósammála innan flokksins, og það leyfist. Við ræðum okkar mál opinberlega og erum jafnvel tilbúin að rífast opinberlega. Við mökkum okkur ekki saman í bakherbergjum, og flokkurinn hafði formann, ekki „andlegan leiðtoga“. Hugsjón flokksins er mín hugsjón, varðandi einstaka málefni leyfi ég mér hinsvegar að efast og jafnvel gagnrýna.

Þegar ég svo hóf að starfa innan Samfylkingarinnar byrjaði ég í Skagafirði og starfaði þar fyrir UJNV. Anna Kristín Gunnarsdóttir var okkar þingkona, ekki síst þar sem hún hafði unnið óeigingjarnt starf fyrir Farskóla Norðurlands vestra. Fyrir henni bar ég gríðarlega virðingu átti erfitt með að kalla hana Önnu og fannst óþægilegt hvað hún var venjuleg. Og þar kom það, þingmenn og sveitastjórnarfólk var bara venjulegt fólk, ekkert gáfaðara eða betra en við. Þegar Anna Kristín komst svo á þing, þakkaði hún okkur öllum fyrir og hafði á orði að án okkar hefði þetta aldrei geta átt sér stað.

Þarna hvarf stjörnuljóminn sem frá barnæsku hafði sveipað „þá“ þingmennina okkar og konur. Á svipstundu breyttist draumur minn um framtíðarstarf á þingi, starfsframa sem ég hafði óskað mér frá 5 ára aldri þegar ég sagði fyrst kokhraustur að ég ætlaði að verða þingmaður, og það ekki bara venjulegur þingmaður, heldur hugsjónaþingmaður eins og Jóhanna. Allar þær ræður sem ég hafði æft í hausnum á mér og farið með í svefni, um þær breytingar sem ég myndi ná í gegn fyrir verkalýðinn og Íslendinga í heild sinni bara ef ég yrði þingmaður, skiptu ekki lengur jafn miklu máli. Því ég áttaði mig á því að sem einstaklingur get ég haft jafnmikið að segja og jafnvel meira sem einstaklingur. Ofurmennin á alþingi voru í raun engin ofurmenni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand