Um sendiráð og önnur ráð

Til þess að kaupa okkur vini þá þurfum við að fara í allskonar heimsóknir, gera allskonar samninga, hrósa allskonar einræðisherrum, trampa á allskonar mannréttindum, hampa allskonar erlendum stríðsverktökum og síðast en ekki síst opna allskonar útibú í allskonar löndum. Enda er enginn maður með mönnum ef hann opnar ekki útibú. Útrás er uppáhaldsorð íslendinga um þessar mundir. Það er útrás í viðskiptalífinu, það er útrás í listalífinu, það eru allir sem vettlingi geta valdið í útrás. Útrásin er svo mikil að menn hljóta að fara að hafa áhyggjur af því að það verði einhver eftir.

Einn þeirra sem ætlar sko ekki að sitja eftir er utanríkisráðherrann okkar, herra Davíð Oddsson.

Davíð horfði í fyrstu með öfundaraugum á Jón og Björgólf og Bakkabræður og Icelandexpress og KBBanka og alla hina. En svo áttaði hann sig á því að ef hann ætti ekki að gleymast þá yrði hann að taka þátt í leiknum.

Og það eina sem Davíð gat flutt út var öryggi. Hann hugsaði líklega með sér að þar sem Íslandi dygðu fjórar óvopnaðar flugvélar til þess að verja landið þá hlytum við að hafa fullt af ónýttu öryggi til þess að flytja út. Ísland skyldi reyna að komast að í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Röksemdafærslan er líklega sú að fyrst við gátum farið í stríð án þess að hafa her þá getum við farið í Öryggisráðið án þess að geta boðið upp á neitt öryggi, nema þá náttúrulega til útflutnings.

En enginn er góður í business setji hann öll eggin í eina körfu. Ekkert hlýst úr engu og ef við viljum að litið verði framhjá algeru erindisleysi okkar í öryggisráðinu þá þurfum við að eignast holla vini sem kjósa rétt þegar á hólminn er komið.

Til þess að kaupa okkur vini þá þurfum við að fara í allskonar heimsóknir, gera allskonar samninga, hrósa allskonar einræðisherrum, trampa á allskonar mannréttindum, hampa allskonar erlendum stríðsverktökum og síðast en ekki síst opna allskonar útibú í allskonar löndum. Enda er enginn maður með mönnum ef hann opnar ekki útibú.

Með útibúum fær maður kontakta, með kontöktum eignast maður hagsmunafélaga, með hagsmunafélögum eignast maður velvild og með velvild eignast maður atkvæði – sem er akkúrat það sem Davíð vantar til þess að geta tekið þátt í útrásinni.

En enginn business borgar sig ef engar eru hliðarafurðirnar. Og þar er Davíð gulltryggður. Í nýju útibúin er hægt að senda fólk sem enginn vill hafa lengur á landinu (eða kaupa sér pólitíska þögn þeirra sem hefðu eitthvað við viðskiptaáætlunina að athuga). Gróði í allar áttir!

Já, Davíð er í útrás og því stendur í raun bara eftir ein spurning: Af hverju að hætta hér? Eru hollvinir okkar í vestri ekki að reyna að koma ritara Sameinuðu þjóðanna frá, og þegar hann fer þá er laus staða, staða sem hentar góðum vini, vini í útrás.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand