Óforbetranleg kynslóð stjórnmálamanna

Rétt fyrir jólin 2003 samþykkti stjórnarmeirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna, auk Guðmundar Árna Stefánssonar þingmanns Samfylkingarinnar, afar umdeilt lagafrumvarp um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Þar þóttu stjórnarsinnar skera sér heldur stóra og rausnarlega sneið af almannafé, en lögin stórbæta hag þeirra sem sitja á Alþingi og er í rauninni óútfylltur tékki á ríkissjóð. Helstu rök framsóknar- og sjálfstæðismanna í umræðunum um frumvarpið var að með lögunum væri verið að koma í veg fyrir að pólitíkusar myndu daga uppi í stjórnmálum af því að það ku vera erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn og ráðherra að finna sér störf úti á hinum almenna vinnumarkaði. Og síðast en ekki síst þá átti að gefa stjórnmálamönnum færi á að hætta með reisn og koma átti í veg fyrir sókn þeirra í opinber embætti. Rétt fyrir jólin 2003 samþykkti stjórnarmeirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna, auk Guðmundar Árna Stefánssonar þingmanns Samfylkingarinnar, afar umdeilt lagafrumvarp um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Þar þóttu stjórnarsinnar skera sér heldur stóra og rausnarlega sneið af almannafé, en lögin stórbæta hag þeirra sem sitja á Alþingi og er í rauninni óútfylltur tékki á ríkissjóð. Helstu rök framsóknar- og sjálfstæðismanna í umræðunum um frumvarpið var að með lögunum væri verið að koma í veg fyrir að pólitíkusar myndu daga uppi í stjórnmálum af því að það ku vera erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn og ráðherra að finna sér störf úti á hinum almenna vinnumarkaði. Og síðast en ekki síst þá átti að gefa stjórnmálamönnum færi á að hætta með reisn og koma átti í veg fyrir sókn þeirra í opinber embætti.

Pólitískir sendiherrar
Um miðjan júní var greint frá því að Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri sjálfstæðismanna, og Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, yrðu sendiherrar nú í haust og hafa þeir á þessari stundu tekið formlega við þeim embættum. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar sendi þá frá sér harðorða ályktun og áréttaði fyrir afstöðu sína og harmaði hvernig staðið er að skipun í opinber embætti á Íslandi. Með skipun Guðmundar Árna var því miður augljóst að samtryggingin milli stjórnmálamanna dagsins í dag liggur í sumum tilfellum þvert á flokkslínur. Í ályktuninni var næsta kynslóð stjórnmálamanna brýnd til þess að gæta þess að taka ekki upp sömu ósiði og hin ,,óforbetranlega kynslóð stjórnmálamanna sem nú stýrir för” á Alþingi okkar Íslendinga.

Samtrygging Halldórs og Davíðs
Allra nýjasta dæmið um samtryggingu stjórnmálamannanna er skipun Davíðs Oddssonar, fráfarandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í embætti Seðlabankastjóra. Þrisvar sinnum hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis að auglýsa skuli opinberlega eftir umsóknum um stöðu bankastjóra við bankann. Seinast var slíkt frumvarp lagt fram á Alþingi fyrir tveimur árum og í framhaldinu var því vísað í nefnd, en ríkisstjórnarmeirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna hefur ekki ennþá sett málið á frekari dagskrá. Með öðrum orðum þá hafa núverandi stjórnarflokkar ekkert út á málið að setja og hafa ekki hug á að breyta neinu þar um.

Sá hæfasti verði fyrir valinu
Auglýsa á störf sendiherra en þannig geta t.d. att kappi umsækjendur sem hafa langan starfsferil innan utanríkisþjónustunarinnar, forkólfar úr atvinnulífinu, menntamenn og jafnvel fyrrverandi stjórnmálamenn. Hæfustu umsækjendurnir með slíkan bakgrunn gætu án efa sinnt alþjóðasamskiptum fyrir Íslands hönd með miklum sóma. Þetta sama á við um embætti Seðlabankastjóra en þeir sem þangað veljast til starfa eiga að hafa reynslu og víðtæka þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum.

Stjórnmálin þurfa að breytast
Það þarf að verða meiriháttar hugarfarsbreyting meðal stjórnmálamanna dagsins í dag og siðferði þarf að efla. Núverandi stjórnarherrar sjá ekkert athugavert við að samþykkja og skammta eftirlaun sér til handa, útdeila opinberum embættum eins og um væri að ræða þeirra persónulegu eign og svæfa frumvörp sem vinna gegn slíkum vinnubrögðum. Slíkur hugsunarháttur ber ekki vott um visku og framsýni heldur siðleysi – og það á háu stigi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 17. september

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið