Heilbrigð þjóðernisstefna

En þjóðernisstefna birtist í margs konar myndum. Hún þarf alls ekki að fela í sér neitt hatur á fólki af öðrum uppruna og birtist þá aðeins sem heilbrigð samkennd fólks sem hefur sameiginlega menningu og bakgrunn og vill varðveita sérkenni sín. Þegar svo háttar til er engin ástæða til að amast við henni. Þannig er ekkert óeðlilegt eða slæmt við það að Íslendingar vilji standa vörð um íslenska tungu og íslenskan þjóðararf að öðru leyti. Og að sama skapi er það síður en svo af hinu illu að Baskar vilji stuðla að framgangi baskneskunnar og baskneskrar menningar eða að Walesverjar vilji halda við velskunni og forða því að sá menningararfur, sem hún geymir, glatist. Þjóðernisstefna er væntanlega nokkuð sem margir vilja síst alls kenna sig við nú á dögum. Í augum ýmissa hefur hún á sér ímynd hins illa vegna margra fólskuverka sem framin hafa verið af öfgaþjóðernissinnum, svo sem útrýmingarherferðar Nasista á hendur gyðingum, fjöldamorða og þjóðernishreinsana sem framin voru í hinu illræmda Bosníustríði og þjóðarmorðs öfgasinnaðra Hútúa í Rúanda á Tútsum árið 1994. Ýmislegt annað má tína til, svo sem átökin á Norður-Írlandi sem oft eru nefnd sem dæmi um trúarbragðadeilu en eiga þó væntanlega mun fremur rætur að rekja til mismunandi þjóðarvitundar deiluaðila, annars vegar hinna rammkeltnesku kaþólikka, sem eru komnir af hinni írsku fornþjóð, og hins vegar mótmælendanna sem eru afkomendur innflytjenda frá Englandi.

En þjóðernisstefna birtist í margs konar myndum. Hún þarf alls ekki að fela í sér neitt hatur á fólki af öðrum uppruna og birtist þá aðeins sem heilbrigð samkennd fólks sem hefur sameiginlega menningu og bakgrunn og vill varðveita sérkenni sín. Þegar svo háttar til er engin ástæða til að amast við henni. Þannig er ekkert óeðlilegt eða slæmt við það að Íslendingar vilji standa vörð um íslenska tungu og íslenskan þjóðararf að öðru leyti. Og að sama skapi er það síður en svo af hinu illu að Baskar vilji stuðla að framgangi baskneskunnar og baskneskrar menningar eða að Walesverjar vilji halda við velskunni og forða því að sá menningararfur, sem hún geymir, glatist.

Stundum verður þess engu að síður vart í þjóðfélagsumræðunni að ekki er gerður greinarmunur á annars vegar heilbrigðri þjóðerniskennd eins og þessari, sem stafar af ást fólks á tungu sinni og menningu, og hins vegar öfgahyggju og hatri á fólki sakir kynþáttar þess, þjóðernis eða trúar. Slíkt lýsir alvarlegum misskilningi og verði sá misskilningur almennur verða afleiðingarnar illar. Af menningarlegri fjölbreytni mun þá taka við menningarleg flatneskja. Þeir sem hrópa hvað hæst gegn heilbrigðri þjóðernisstefnu, til dæmis sumir í Samfylkingunni – því miður, eins og kjaftæðið á bls. 12–14 í skilagreinum fyrir 2. lotu framtíðarhóps flokksins sýnir – ættu því að hugsa sinn gang.

Þórður Sveinsson, lögfræðingur og ritstjóri Mír.is
– greinin birtist á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, Mír.is, fimmtudaginn 15. september.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand