Hin yndislega stofnun CIA hefur í tæp 60 ár verndað hinn vestræna heim gegn illum öflum, stofnunin hefur unnið fórnfúst starf bakvið tjöldin og eflaust aldrei notið sannmælis meðal almennings. Í þessari grein ætla ég að fara yfir fyrstu 20 starfsár stofnunarinnar, að lestri loknum hljóta allir að styðja þessa framverði lýðræðis og frelsis. Hin yndislega stofnun CIA hefur í tæp 60 ár verndað hinn vestræna heim gegn illum öflum, stofnunin hefur unnið fórnfúst starf bakvið tjöldin og eflaust aldrei notið sannmælis meðal almennings. Í þessari grein ætla ég að fara yfir fyrstu 20 starfsár stofnunarinnar, að lestri loknum hljóta allir að styðja þessa framverði lýðræðis og frelsis.
1947: CIA stofnað
Truman skrifar undir þjóðaröryggislög sem innihalda uppsetningu þjóðaröryggisráðs og Central Intelligence Agency (CIA). CIA er aðeins ábyrgt gagnvart forsetanum í gegnum þjóðaröryggisráðið. Í lögum hinnar ný stofnuðu stofnunnar fær hún heimild til þess að framkvæma aðgerðir og eða verkefni sem þjóðaröryggisráðið telur æskileg. Þessi hluti laganna opnaði dyrnar fyrir leynilegar aðgerðir af öllum stærðum og gerðum.
1948: Ítalía
CIA spillir fyrir lýðræðislegum kosningum á Ítalíu þegar útlit er fyrir sigur kommúnista. CIA kaupir atkvæði, sendir út áróður í fjölmiðlum, ógnar og beitir ofbeldi gegn forystumönnum stjórnarandstöðunnar (kommúnista og annarra vinstri flokka), kemur sér í raðir vinstri manna og hægir á og spillir fyrir kosningavél vinstri manna. Þetta tókst vel upp, kommúnistarnir töpuðu kosningunum.
1949: Útvarp Free Europe
CIA setur á fót fyrstu opinberu áróðursvélina sína, Radio Free Europe, Yfir næstu áratugina senda þeir út efni sem var svo öfgafullt í áróðri sínum fyrir Vesturlöndin að útsendingar eða fjölföldun á efni stöðvarinnar var ólögleg í Bandaríkjunum.
Seinni hluti fimmta áratugarins: Operation Mockingbird
CIA tekur upp á sína arma fréttastofur, fréttamenn og blaðamenn og ræður sem njósnara og miðla fyrir áróður. Frank Wisner, Allan Dulles, Richard Helms og Philip Graham standa fyrir þessari aðgerð. Graham er útgefandi The Washington Post, sem verður mikilvægur miðill áróðurs CIA. Að lokum nær CIA tökum á stórum hluta fjölmiðla, ABC, NBC, CBS, Time, Newsweek, Associated Press, United Press International, Reuters, Hearts Newspapers, Scripps-Howard, Copley fréttastofunni og fleirum. CIA hefur viðurkennt að hafa haft ítök í yfir 25 fréttastofum og haft yfir að ráða rúmlega 400 fréttamönnum.
1953: Íran
CIA steypir hinum lýðræðislega kjörna Mohammed Massadegh af stóli með vopnuðu valdaráni, eftir að hafa hótað að ríkisvæða fyrirtækið Brittish oil. CIA kemur einræðisherranum Shan til valda, hann stjórnar síðan öryggislögreglunni SAVAK sem líkt hefur verið við Gestapo.
1953: Operation MK-ULTRA
Í anda heilaþvotts tilrauna N-Kóreu manna hefur CIA tilraunir á hugarstjórnun. Þekktasti hluti þessa verkefnis fól í sér að gefa LSD og önnur fíkniefni til bandarískra þátttakenda án þeirra vitneskju og jafnvel gegn þeirra vilja, þó nokkrir frömdu sjálfsmorð. Þessi aðgerð fól í sér mun fleiri þætti, meðal þess sem var rannsakað var áróður, heilaþvottur, auglýsingar, dáleiðsla og aðrar tegundir hugar stjórnunar.
1954: Guatemala
CIA steypir hinum lýðræðislega kjörna Jacob Arbenz af stóli í vopnuðu valdaráni. Arbenz hafði hótað að ríkisvæða fyrirtækið United Fruit Company sem var í eigu Rockefeller og forstjóri CIA Allen Dulles átti einnig stóran hlut í. Í stað Arbenz kemur CIA nokkrum hægrisinnuðum einræðisherrum til valda sem almenningur steypir af stóli hverjum á eftir öðrum, talið er að þeir hafi drepið yfir 100.000 gvatemalskra borgara í tilraun sinni til að halda völdum.
1954-1958: N-Vietnam
CIA fulltrúinn Edward Lansdale eyðir fjórum árum í það að reyna að steypa ríkisstjórn N-Kóreu af stóli, öllum hefðbundnum bellibrögðum var beitt en án árangurs. Þá var Ngo Dinh Diem komið til valda í S-Vietnam en þar sem hann var á móti lýðræði, umbótum og baráttunni gegn fátækt tókst honum alls ekki að vinna stuðning almennings. Í kjölfar hvers klúðursins á eftir öðru jukust afskipti Bandaríkjamanna og að lokum leiddi þetta til Víetnamstríðsins.
1956: Ungverjaland
Útvarp Free Europe hvetur Ungverja til uppreisnar með því að útvarpa leynilegri ræðu Kruschevs þar sem hann talar gegn Stalínisma. Einnig er gefið í skyn að Bandaríkjamenn muni aðstoða Ungverja hefji þeir uppreisn. Þessi aðstoð kom aldrei og vonlaus uppreisn Ungverja var barinn niður af innrásarliði Sovíetmanna. 30.000 Ungverjar láta lífið í uppreisninni.
1957-1973: Laos
CIA reynir u.þ.b. eitt valdarán á ári til þess að koma ríkisstjórn Laos frá völdum. Vandamálið er það að vinstri hreyfingin Pathed Lao nýtur það mikils stuðnings að ómögulegt reynist að mynda stjórn án þeirra. Þá ræður CIA hóp málaliða til þess að berjast gegn Pathed Lao, þeir bíða ósigur og þá grípa Bandaríkjamenn til þess ráðs að hefja loftárásir á Laos, í þessum loftárásum vörpuðu þeir fleiri sprengjum en þeir gerðu í allri seinni heimstyrjöldinni. Fjórðungur borgaranna verða flóttamenn, fjöldi þeirra neyðist til að leita skjóls í hellum.
1959: Haiti
Bandaríkjaher kemur einræðisherranum ,,Papa Doc” Duvalier til valda. Hann stofnar öryggislögregluna ,,Tonton Macoutes” sem stundaði stöðugar ógnanir við íbúa Haiti. Yfir 100.000 borgarar eru drepnir af þessum öryggissveitum. Bandaríkjamenn láta sem ekkert sé enda er Duvalier stuðningsmaður Bandaríkjanna.
1961: Svínaflóa árásin
CIA sendir 1.500 kúbverska útlaga til innrásar á Kúbu. ,,Operation Mongoose” mistekst hrapalega vegna lélegs undirbúnings og stuðnings. Hugmyndasmiðir innrásarinnar bjuggust við að innrásin mundi koma af stað uppreisn Kúbverja gegn Castró, það gerðist aldrei. Einnig lofuðu Bandaríkjamenn loftárás á landvarnir Kúbverja við ströndina þar sem innrásin átti sér stað. Kennedy hætti við það á síðustu stundu. Þetta var fyrsta opinbera klúður CIA og leiddi til þess að Kennedy rak forstjóra CIA, Allen Dulles.
1961: Dóminíska lýðveldið
CIA myrðir Rafael Trujillo, alræmdan harðstjóra og morðingja sem Washington hafði stutt frá 1930. Það sem loksins varð til þess að CIA kom honum frá völdum voru ekki mannúðar sjónarmið heldur það að viðskiptaumsvif hans höfðu aukist svo mjög að þau ógnuðu viðskiptahagsmunum Bandaríkjamanna í landinu.
1961: Ecuador
CIA styður herinn til þess að koma hinum lýðræðislega kjörna forseta Jose Velasco frá völdum. Varaforsetinn Carlos Arosemana tekur við embættinu og CIA fær að velja sé varaforseta.
1961: Congo (Zaire)
CIA myrðir hinn lýðræðiskjörna leiðtoga Patrice Lumumba. Hinsvegar var stuðningur við Lumumba svo mikill meðal almennings að CIA tekst ekki að koma andstæðingi hans til valda, þetta veldur 4 ára átökum sem jaðra við borgarastyrjöld.
1963: Dóminíska lýðveldið
CIA steypir hinum lýðræðislega kjörna forseta Juan Bosch af stóli í vopnaðri uppreisn. CIA kemur íhaldsömum hægrimönnum til valda.
1963: Ecuador
CIA styður vopnaða uppreisn sem steypir af stóli forseta landsins Arosemana sem var farinn að hafa einum of sjálfstæðan vilja að mati yfirmanna CIA. Herráð tekur völdin í landinu, hættir við kosningarnar 1964 og hefur gróf mannréttindabrot.
1964: Brasilía
CIA styður vopnaða uppreisn sem steypir af stóli lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Joao Goulart. Herráðið sem tók við stjórnartaumunum næstu tuttugu árin var ein sú blóðugasta í sögunni. Castelo Branco hershöfðingi kom á fót fyrstu dauðasveitum S-Ameríku sem hafði það hlutverk að elta uppi, pynta og drepa kommúnista en í reynd pyntaði hún og drap alla þá sem settu sig upp á móti Branco. Seinna kom í ljós að Bandaríkjamenn þjálfuðu þessar dauðasveitir.
1965: Indónesía
CIA steypir af stóli hinum lýðræðislega kjörna Sukarno í vopnaðri uppreisn. CIA hafði frá árinu 1957 reynt að koma Sukarno frá völdum þar sem hann var hlutlaus í kaldastríðinu. Arftaki hans, Suharto hershöfðingi, drap á bilinu 700.000-900.000 borgara sem sakaðir voru um að vera kommúnistar. CIA veitti Suharto lista yfir grunaða kommúnista.
1965: Dóminíska lýðveldið
Almenningur hefur uppreisn með það að leiðarljósi að koma Juan Bosch aftur til valda, enda var hann enn lýðræðislega kjörinn forseti. Uppreisnin er barin niður þegar bandaríski sjóherinn fer á land og ver herstjórnina.
1965: Grikkland
Með stuðningi CIA víkur konungur Grikklands forsætisráðherranum George Papandreous úr embætti. Papandreous hafði gerst sekur um að styðja ekki nægilega vel við bakið á bandarískum viðskiptahagsmunum.
1965: Congo (Zaire)
CIA styður uppreisn hersins sem kemur Mobutu Sese Seko til valda. Mobutu arðrænir hina fátæku þjóð og stingur undan milljörðum dala.
1966: Rampart málið
Öfgafulla tímaritið Ramparts gefur út röð greina þar sem fram kemur hörð gagnrýni á CIA meðal annars kemur fram að CIA borgaði ýmsum háskólum háar fjárhæðir (Michigan háskóli fékk 25 milljónir dollara) til þess að fá kennara til að þjálfa S-víetnamska nemendur í aðferðum leyniþjónustunnar. Einnig kemur fram að CIA hefur gríðarleg ítök í Bandarísku stúdenta samtökunum. Þeir ráði stúdenta ýmist með mútum, hótunum eða með loforðum um undanþágu frá herkvaðningu.