Dóri lítur í spegil

Ríkisstjórn Íslands ákvað á dögunum, í tilefni af sextíu ára afmæli lýðveldisins, að greiða skopteiknaranum Sigmund 18 milljónir króna fyrir safn teikninga hans, sem birst hafa í Morgunblaðinu í tæp 50 ár. Einnig skal setja á fót sérstakt Sigmundssafn í Vestmannaeyjum. Ekki hef ég séð neina réttlætingu á þessum kaupum og býst raunar ekki við því þar sem slíkt væri stílbrot af hálfu þessarar ríkisstjórnar sem framkvæmir fyrst og spyr svo, ef hún spyr þá á annað borð. Þrenn meginrök eru fyrir þeirri skoðun minni að þessi kaup hafi verið argasta vitleysa: Ríkisstjórn Íslands ákvað á dögunum, í tilefni af sextíu ára afmæli lýðveldisins, að greiða skopteiknaranum Sigmund 18 milljónir króna fyrir safn teikninga hans, sem birst hafa í Morgunblaðinu í tæp 50 ár. Einnig skal setja á fót sérstakt Sigmundssafn í Vestmannaeyjum. Ekki hef ég séð neina réttlætingu á þessum kaupum og býst raunar ekki við því þar sem slíkt væri stílbrot af hálfu þessarar ríkisstjórnar sem framkvæmir fyrst og spyr svo, ef hún spyr þá á annað borð.

Þrenn meginrök eru fyrir þeirri skoðun minni að þessi kaup hafi verið argasta vitleysa:

Fyrst ber að nefna tímasetningu og val á listamanni. Sigmund Jóhannsson er nefnilega ekki fyrsti skopteiknari sem við Íslendingar höfum átt, kannski ekki einu sinni sá besti. Á undan honum komu menn eins og Halldór Pétursson og Tryggvi Magnússon. Ef teikningar Sigmunds eru ,,á sinn hátt aldarspegill þjóðarinnar og má með þeim skoða sögu íslenskra stjórnmála, atvinnulífs og menningar” eins og forsætisráðherra lét hafa eftir sér, hlýtur það sama að gilda um fyrri teikningar. Er það ekki merkilegra í sögulegu samhengi að sjá myndir af Gylfa Þ. Gíslasyni, Héðni Valdimarssyni eða Bjarna Benediktssyni? Það skyldi þó ekki vera að hégóminn einn ráði för, kannski einhvers konar Narcissusarkomplex?

Í annan stað (svo ég vitni nú í ágætan jafnaðarmann) má setja spurningamerki við forgangsröðunina. Nýverið var fjárveitingum til Mannréttindaskrifstofu Íslands hætt. Þetta var gert þrátt fyrir að fjölmargir áhrifamenn utan úr heimi hafi talið skrifstofuna nauðsynlega. Jafnframt virðist utanríkisstefna Íslands snúast að miklu leyti um það að skipa sendiherra, sem nú eru u.þ.b. helmingi fleiri en sendiráðin. Maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki væri ráð að halda áfram fjárveitingum til Mannréttindaskrifstofu Íslands og hætta að verðlauna vini sína með embættum sem engin þörf er á. Þá fyrst væri hægt að ræða um kaup á myndasögum fyrir afganginn.

Í þriðja og síðasta lagi má velta fyrir sér hlutverki ríkisins. Er það ríkisins að dæma um hvort list sé góð eður ei? Er það ekki fólksins í landinu að dæma um það? Vissulega er stuðningur við list innan skynsemismarka góðra gjalda verður, en það er einfaldlega ekki hlutverk forsætisráðherra að ákvarða upp á sitt eindæmi hvað telst list. Ef slíkt er á verksviði ríkisins á annað borð höfum við til þess færara og fróðara fólk. T.d. Listasafn Íslands sem á þessu ári fær 10 milljónir til listaverkakaupa, rúmlega helmingi lægri upphæð en greidd er fyrir verk Sigmunds.

Ætlun mín með þessum pistli er ekki að kasta rýrð á Sigmund Jóhannsson sem teiknara eða listamann. Eflaust er hann fær á sínu sviði, ég er bara ekki í aðstöðu til að dæma um það. Raunar grunar mig að Halldór Ásgrímsson sé það ekki heldur. Ég held þó að vilji forsætisráðherra endilega sjá skopteikningar af sjálfum sér hefði hann betur, eins og vinir okkar í Heimdalli bentu á, keypt sér bókina eða bara skellt sér á Þjóðarbókhlöðuna þar sem auðveldlega má nálgast teikningar meistarans.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand