Nýtt framboð- ný lausn?

Sölmundur Karl Pálsson segir eina tilganginn við að stofna nýjan flokk er að þá eiga stofnendur flokkanna auðveldara að koma sínum einkahagsmunum á framfæri. En ef fólk er svona óánægt með störf ríkisstjórnarinnar og vilja fella hana er þá ekki betra að koma yfir til okkar í Samfylkingunna? Hjálpa frekar okkur að fella ríkisstjórninna heldur en að stofna nýjan flokk og taka fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum og hjálpa þar af leiðandi ríkisstjórnarflokkunum að halda völdum?

Þá eru prófkjör að klárast víðast hvar, og myndin af framboðum að skýrast. Úrslit prófkjörs okkar Samfylkingarmanna í Norðausturkjördæmi var tilkynnt þann 4. nóvember sl. Úrslitin komu ekki á óvart, og var sama skipan á efstu þremur sætunum eins og fyrir síðustu Alþingiskosningar. Það sem vakti hvað mesta athygli í þeirri kosningabarráttu var að einn frambjóðandi og stuðningsmenn hans hömruðu á að það ætti að kjósa Akureyring í fyrsta sætið, slagorðið var ,,Settu Akureyri í fyrsta sæti”. Eins og maður bjóst við fékk hann marga frá hinum stöðunum í kjördæminu upp á móti sér. Eins og við vitum, þá á ekki að skipta máli hvar á landinu frambjóðandi sé, heldur hvort við treystum frambjóðandi að vinna fyrir okkur. Það sem vakti athygli mína var að einn kaupmaður hér í bæ, var stanslaust að hvetja félagsmenn í Samfylkingunni að kjósa þennan tiltekna Akureyring. En hvað gerði þessi kaupmaður, til þess að tryggja Akureyringnum 1. sætið á listanum? Lítið sem ekkert. Eina sem kaupmaðurinn gerði var að hvetja félagsmenn í Samfylkingunni til þess að kjósa hann. Sjálfur gekk hann ekki í flokkinn, og reyndi voða lítið að ná fólki í flokkinn til þess að hjálpa Akureyringnum að ná tilsettum árangri.

Loks þegar úrslit þessa prófkjörs voru tilkynnt, voru hvorki frambjóðandinn né kaupmaðurinn ánægðir með úrslitin. Nú hefur kaupmaðurinn ítrekað hótað að stofna nýtt framboð. En það er eitt sem ég skil ekki, af hverju halda allir að það sé lausnin að stofna nýjan flokk, ef einhver sem maður styður kemst ekki í efsta sætið? Það er ekki aðeins þessi kaupmaður á Akureyri sem hótar að stofna nýtt framboð fyrir kosningar í vor til að koma sínum hagsmunamálum í gegn. Ef mig minnir rétt var hópur sem kallar sig Framtíðarlandið einnig að gæla við þá hugmynd að stofna framboð. En ef menn eru ekki sammála stefnu stjórnvalda, af hverju hugsa sumir bara um að stofna nýjan flokk? Leysir það einhvern vanda?

Eini tilgangurinn sem ég sé við að stofna nýjan flokk er að þá eiga stofnendur flokkanna auðveldara að koma sínum einkahagsmunum á framfæri. En ef fólk er svona óánægt með störf ríkisstjórnarinnar og vilja fella hana er þá ekki betra að koma yfir til okkar í Samfylkingunna? Hjálpa frekar okkur að fella ríkisstjórninna heldur en að stofna nýjan flokk og taka fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum og hjálpa þar af leiðandi ríkisstjórnarflokkunum að halda völdum? Afleiðing af stofnun nýrra flokka er oft sú að þessi nýju framboð taka frekar fylgi frá V-Grænum, Frjálslyndum og Samfylkingunni en ekki Sjálfsstæðisflokknum. Við vitum að Sjálfsstæðisflokkurinn er alltaf með fast fylgi, 30-35%. Þannig að nýtt framboð dugar skammt til að fella ríkisstjórninna.

Ef almenningur er svona óánægður með ríkisstjórninna hvet ég fólk að hjálpa okkur að fella ríkisstjórninna, frekar en að stofna nýtt framboð og gera Framsókn og Sjálfsstæðisflokknum auðveldara með að halda völdum. Núna er nefnilega tími til kominn að fella ríkisstjórninna, því hún hefur ekki staðið sig nógu vel, og Samfylkingin eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar þurfa á öllum atkvæðum að halda til þess að þetta geti gengið upp, því við erum að sjálfssögðu ekki ennþá búinn að fella ríkisstjórninna. Við þurfum því þitt atkvæði.

Greinin birtist í dag á vefriti Ungra jafnaðarmanna á Akureyri – UJA.is


Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand