Hinn andlausi Vefþjóðvilji

Þórður Sveinsson undrast hversu hrikalega skrif Vefþjóðviljans – eða Andríkis – geti verið ómerkileg og er iðulega ekkert skrýtið að enginn þori að leggja nafn sitt við þau. Nú gerir Vefþjóðviljinn enn eina atlöguna að Ágústi Ólafi Ágústssyni og furðar sig á því að hann sem varaformaður Samfylkingarinnar hafi ekki boðið sig fram ofar en í fjórða sætið í prófkjörinu í Reykjavík. En er það eitthvað óeðlilegt? Mikið hrikalega geta skrif Vefþjóðviljans – eða Andríkis – verið ómerkileg og er iðulega ekkert skrýtið að enginn þori að leggja nafn sitt við þau. Nú gerir hann enn eina atlöguna að Ágústi Ólafi Ágústssyni og furðar sig á því að hann sem varaformaður Samfylkingarinnar hafi ekki boðið sig fram ofar en í fjórða sætið í prófkjörinu í Reykjavík. En er það eitthvað óeðlilegt?

Nei, vegna þess að fyrir vikið verður hann í öðru sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu og er það síður en svo neitt slæmt. Þá hefði það verið óeðlilegt fyrir Ágúst að stefna hærra og reyna að ná fyrsta sæti á lista og verða þannig fyrir ofan Φssur Skarphéðinsson. Það endurspeglar sterka stöðu Össurar innan flokksins en alls ekki veika stöðu Ágústar.

Þetta veit auðvitað Vefþjóðviljinn, en það er bara hans sérgrein að kasta skít í allar áttir. Honum finnst þetta ómerkilega skítkast sitt kannski fyndið. Hins vegar held ég að flestum öðrum finnist þau ekki bera vott um neitt annað en skelfilega málefnafátækt og fullkomið andleysi.

Greinin birtist í dag á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði – Mír.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið