Nýtt félag – Ungir jafnaðarmenn á Seltjarnarnesi

Félag Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi verður stofnað nk. þriðjudagskvöld, 24. apríl, kl. 20 í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Sérstakir gestir verða þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Katrín Júlíusdóttir.

Félag Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi verður stofnað nk. þriðjudagskvöld, 24. apríl, kl. 20 í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.

Fundarstjóri verður Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Stofnun Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi
  2. Afgreiðsla laga félagsins
  3. Kosið í embætti nýrrar stjórnar
  4. Verkefni nýrrar stjórnar
  5. Ávarp – Katrín Júlíusdóttir alþingiskona og fyrrum formaður UJ
  6. Önnur mál

Að loknum fundi verður létt óformlegt spjall um alþingiskosningarnar sem framundan eru framundan með Ágúst Ólafi og Katrínu.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi félagsins geta haft samband við Steindór Grétar Jónsson í síma 846-5368 til að kynna sér málið frekar eða einfaldlega látið sjá sig á stofnfundinum.

Það eru allir velkomnir á stofnfundinn.

Með von um að öflugt starf ungs Samfylkingarfólks á Seltjarnarnesi,

Stefán Bergmann
Formaður Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi

Magnús Már Guðmundsson
Formaður Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar á landsvísu

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand