Félag Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi verður stofnað nk. þriðjudagskvöld, 24. apríl, kl. 20 í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Sérstakir gestir verða þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Katrín Júlíusdóttir.
Fundarstjóri verður Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Stofnun Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi
- Afgreiðsla laga félagsins
- Kosið í embætti nýrrar stjórnar
- Verkefni nýrrar stjórnar
- Ávarp – Katrín Júlíusdóttir alþingiskona og fyrrum formaður UJ
- Önnur mál
Að loknum fundi verður létt óformlegt spjall um alþingiskosningarnar sem framundan eru framundan með Ágúst Ólafi og Katrínu.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi félagsins geta haft samband við Steindór Grétar Jónsson í síma 846-5368 til að kynna sér málið frekar eða einfaldlega látið sjá sig á stofnfundinum.
Það eru allir velkomnir á stofnfundinn.
Með von um að öflugt starf ungs Samfylkingarfólks á Seltjarnarnesi,
Stefán Bergmann
Formaður Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi
Magnús Már Guðmundsson
Formaður Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar á landsvísu