Að loknum landsfundi

,,Það var ótrúleg upplifun að vera í sama sal og um 1400 þingfulltrúar ásamt gestum. Maður fann að það var mikill kraftur í fólki og það ætlaði ekki að láta skoðanakannanir stjórna því hvernig flokkurinn myndi flytja stefnumál sín fyrir þjóðina.” Segir Ólafur Ingi Guðmundsson í grein dagsins.

Ég var staddur á landsfundi Samfylkingarinnar er haldinn var fyrir nokkrum dögum síðan og það var ótrúleg upplifun að vera í sama sal og um 1400 þingfulltrúar ásamt gestum. Maður fann að það var mikill kraftur í fólki og það ætlaði ekki að láta skoðanakannanir stjórna því hvernig flokkurinn myndi flytja stefnumál sín fyrir þjóðina.


Á þinginu kom skýrt fram hver stefna flokksins er í ýmsum málum. Við leggjum mikla áherslu á stórbætt kjör eldri borgara, öryrkja og barnafjölskyldna ásamt því að ungt fólk á að fá að taka þátt í tækifæri til að móta framtíð landsins eins og aðrir. Raunverulegt jafnrétti milli kynjanna er annað atriði sem skiptir miklu máli. Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð teljandi árangri sín 12 ár í meirihluta en R- listinn, með Ingibjörgu Sólrúnu, náði miklum árangri í borginni á sínum tíma að jafna kjör kynjanna. Einnig má nefna Fagra Ísland og Unga Ísland en í þeim stefnuskrám má skýrt sjá stefnu flokksins í umhverfismálum og málefnum barna en ég hef ekki orðið var við svo umfangsmikla vinnu í öðrum flokkum. Aðrir flokkar hafa að minnsta kosti ekki komið fram með svo ítarlega stefnu í umræddum málum þar sem farið er í málin á heildstæðan máta.


Ég get ekki hjá því komist að minnast á þá stund þegar Mona Sahlin, formaður sænskra jafnaðarmanna, og Helle Thorning- Schmidt, formaður danskra jafnaðarmanna, komu á þingið og áttu magnaðar ræður ásamt Ingibjörgu Sólrúnu. Það var sterk upplifun að fylgjast með þeim ræða um stefnu jafnaðarmanna í víðu samhengi og hvaða framtíð þær sæju fyrir sér varðandi sína flokka og sitt land.


Á þessu landsfundi voru þrír leiðtogar jafnaðarmanna samankomnir og það var tímanna tákn að þetta voru allt konur. Það hefði þótt saga til næstu heimsálfu fyrir nokkrum áratugum að konur stjórnuðu rótgrónum stjórnmálaflokki og hvað þá í dag að það væru þrjár konur sem stjórnuðu þremur jafnaðarmannaflokkum á Norðurlöndum og væru allar í baráttu um að verða forsætisráðherrar sinna landa. Misnotum ekki tækifærið og gerum fyrstu konuna af þremur að forsætisráðherra þann 12. maí. Það er góð byrjun fyrir okkur öll!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand