Í dag eru 30 dagar þangað til Íslendingar ganga að kjörborðum og kjósa sér nýja ríkisstjórn. Í tilefni þess ætlar nýja kynslóðin í Samfylkingunni að gefa nýtt blóð í Blóðbankanum við Barónsstíg í dag kl. 13:30. Með þessu vill Ungt Samfylkingarfólk benda á að víða sé þörf á nýju blóði, m.a. í stjórnarráðinu.
Í dag eru 30 dagar þangað til Íslendingar ganga að kjörborðum og kjósa sér nýja ríkisstjórn. Í tilefni þess ætlar nýja kynslóðin í Samfylkingunni að gefa nýtt blóð í Blóðbankanum við Barónsstíg í dag kl. 13:30. Með þessu vill Ungt Samfylkingarfólk benda á að víða sé þörf á nýju blóði, m.a. í stjórnarráðinu. Endurreisa þarf velferðarkerfið og er engum betur treystandi til þess en jafnaðarmönnum.
Hin nýja kynslóð Samfylkingarinnar er hópur ungs fólks sem hefur látið til sín taka í þjóðmálaumræðunni og innan Samfylkingarinnar undanfarin ár og eru margir hverjir í forystusveit flokksins vegna komandi þingkosninga. Samfylkingin býr yfir fjölmennu og öflugu liði ungs fólks sem hvort heldur starfaði í ungliðahreyfingum gömlu flokkanna eða hefur einungis starfað innan Samfylkingarinnar. Með sönnu má segja að enginn flokkur búi yfir jafn öflugum hópi ungs fólks og Samfylkingin.
Jafnaðarmenn eru hvattir til að mæta og gefa blóð.