Breytingar urðu á stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík á fundi stjórnar félagsins sl. mánudag. Inn í stjórnina komu Áróra Árnadóttir og Tryggvi Steinn Sturluson. Páll Einarsson er nýr varaformaður félagsins. Stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík hefur skipað í stjórn félagsins þau Áróru Árnadóttur og Tryggva Stein Sturluson fram að næsta aðalfundi félagsins. Þau koma í stað Magnúsar Más Guðmundssonar, fyrrverandi varaformanns, sem hefur nýverið verið kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna á landsvísu og Hrafns Stefánssonar fyrrverandi formanns Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Ennfremur var Páll Einarsson kjörinn nýr varaformaður félagsins. Kjartan Due Nielsen er eftir sem áður formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

Uncategorized @is
Hátt í hundrað ungir leiðtogar norrænna jafnaðarflokka á alþjóðlegum viðburði í Reykjavík
Hátt í hundrað ungir leiðtogar norrænna jafnaðarflokka á alþjóðlegum viðburði í Reykjavík Nú um helgina