Komdu í kaffi til mín!

Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður í býður í stuðningsamannakaffi nk. laugardag kl. 15 í Hamraborg 11 í Kópavogi. Á laugardaginn, 21. okt., býð ég í stuðningsmannakaffi í tilefni prófkjörs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Það verður heitt á könnunni frá kl. 15 í Samfylkingarsalnum í Hamraborg 11, á 3. hæð, í Kópavogi. Þangað eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Saumaklúbburinn minn sér um veitingarnar og ég get lofað því að enginn verður svikinn af bakstri þeirra góðu kvenna. Af honum hef ég áratugalanga reynslu! Vona að sem flestir sjái sér fært að kíkja í kaffi til mín í Kópavoginum á laugardaginn.

Kær kveðja,

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið