Nýjasta tíska, nýjasta tíska!

Bryndís Nielsen segir að stundum sé betra að hafa ekki of hátt um hlutina og leiðrétta sín mistök af hógværð og einlægni en ekki að stæra sig um of af nýrri og gjörbreittri stefnu – að minnsta kosti ekki fyrr en hún hefur náð að sanna sig í verki. Nýjasta tíska, nýjasta tíska! Og daginn eftir voru allir berrassaðir út á götu. Einhvern veginn svona endaði fyrsti brandarinn sem ég lærði en hann fjallaði um konu sem hljóp nakin út á götu á eftir hundinum sínum sem bar þetta skemmtilega nafn – Nýjasta tíska.

Nýjasta tískan í pólitík er ansi áhugaverð – hægri-græn / umhverfisvæn. Þar sem áður mátti sjá harða stóriðjustefnu og virkjanavilja má nú finna gallharða umhverfisverndarsinna… að minnsta kosti að orðinu til. Og Samfylkingin á sinn hlut í því.

Það virðist sem svo að flestir flokkar (hér undanskil ég Vinstri-græna) séu að átta sig á því að umhverfismál séu ekki einungis mikilvæg, heldur að þau verði í brennidepli í næstu kosningum. Og að þeir séu farnir að hafa áhyggjur.

Ég hef oft verið stolt af því að vera í Samfylkingunni, en þó hef ég sjaldan farið jafn mikið hjá mér og þegar hún lýsti yfir nýrri stefnu í umhverfismálum. Eftir að hafa kosið með Kárahnjúkavirkjun á þingi (allir nema tveir þingmenn) og átt þátt í aðdraganda og framkvæmd hennar í gegnum borgarstjórn.

Stundum er betra að hafa ekki of hátt um hlutina og leiðrétta sín mistök af hógværð og einlægni en ekki að stæra sig um of af nýrri og gjörbreittri stefnu – að minnsta kosti ekki fyrr en hún hefur náð að sanna sig í verki.

Batnandi fólki er þó best að lifa og betra er seint en aldrei. Nú er mál að standa við gefin loforð í þessum efnum, gera umhverfisvernd að raunverulegu forgangsatriði og að samþykkja ekki hugsunarlaust næstu stóriðjuáætlun sem dúkkar upp.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið