Nýjar áherslur með nýrri ábyrgð

Reykvíkingar hafa síðan 1995 átt þingmann sem þekktur hefur verið fyrir að stíga sinn dans við og við úr takti við hljómfall formanns síns. Hann hefur skapað sér nafn og trúverðugleika í stjórnmálaumræðunni fyrir að fylgja sannfæringu sinni í sumum málum sem snerta almannahag í stað þess að spila eftir leiðbeiningunum úr höllinni. Þess vegna hef ég borið virðingu fyrir þessum manni þrátt fyrir að vera hjartanlega ósammála honum í grundvallar lífsskoðunum. Reykvíkingar hafa síðan 1995 átt þingmann sem þekktur hefur verið fyrir að stíga sinn dans við og við úr takti við hljómfall formanns síns. Hann hefur skapað sér nafn og trúverðugleika í stjórnmálaumræðunni fyrir að fylgja sannfæringu sinni í sumum málum sem snerta almannahag í stað þess að spila eftir leiðbeiningunum úr höllinni. Þess vegna hef ég borið virðingu fyrir þessum manni þrátt fyrir að vera hjartanlega ósammála honum í grundvallar lífsskoðunum.

En nú ber svo við að trúverugleikinn flaug út í veður og vind á dögunum í sjónvarpsviðtali sem ég sá. Það ber nefnilega svo við að þingmaðurinn er orðinn formaður mikilvægrar nefndar á þingi og þarf þar til að tolla í embætti að stíga vals að hætti flokksins og í takt við hagsmuni eiganda flokksins. Málið sem var til umræðu í þessu sjónvarpsviðtali snertir okkur öll en eigandi flokksins telur það vera sitt einkamál.

Ef þingmaðurinn hefði verið sjálfum sér samkvæmur þá hefðum við fengið efnisleg tilsvör um það hvernig þrjú fyrirtæki eru talin hafa fjárpínt almenning, stofnanir og fyrirtæki með verðsamráði. En í stað þess tók hann sér í munn tuggu sem átti ekki við. Hann virtist helst vilja segja ,,no comment” en þess í stað fór hann með rullu sem virtist hafa verið forskrifuð af lögfræðingi fyrrnefnds flokkseiganda.

Þingmaðurinn, ef óbreyttur, hefði kannski bent okkur á að ef fyrrnefnd fjárpíning eigi við rök að styðjast þá hefur hún verið þess valdandi að verðbólga í landinu hefur verið líklegast einum hundraðshluta of há síðustu fimmtán árin. En þess í stað segir hann að það þurfi að koma í veg fyrir lekan sem orðið hefur úr stofnuninni sem fer með málið. Við hin eigum að þegja og kyngja því sem að okkur er rétt.

Nefndarformaðurinn hefur staðið í vegi fyrir eðlilegu upplýsingaflæði frá stofnuninni til nefndarmeðlima og beitt fyrir sig á undarlegan hátt hugtakinu um þrískiptingu ríkisvalds. Það er rétt að benda þingmanninum á að það er ekki heiðarlegt að fela sig á bak við þetta hugtak á meðan flokkurinn hefur það að engu þegar kemur að lagasetningum.

Það er leitt að sjá að gæðingum flokksins er mest umhugað að ná sendiboðanum sem kemur upp um spillta flokksbræður í stað þess að bregðast við skilaboðunum sem hann hefur fram að færa.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand