Á morgun – 1. maí – á Degi verkalýðsins stendur Samfylkingin fyrir viðburðum víðsvegar um landið. Ungt Samfylkingarfólk er hvatt til að mæta og taka þátt.
Á morgun 1. maí stendur Samfylkingin fyrir viðburðum víðsvegar um landið. Hér að neðan má sjá hvað verður um að vera. Ungt Samfylkingarfólk er hvatt til að mæta og taka þátt.
– Fjölskylduhátíð Samfylkingarinar 1. maí 2007 * * *
Samfylkingin í Suðurkjördæmi býður til fjölskylduskemmtunar á alþjóðlegum baráttudegi launafólks við Inghól – kosningamiðstöð okkar á Selfossi – kl. 15:00 1. maí
Jógvan
Birgitta Haukdal
Magni og Á móti Sól
Hljómsveitin Undirheimar
Á staðnum verða nokkrir af forystumönnum Samfylkingarinar, þau Ingibjörg Sólrún, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall. Kynnir fjölskylduhátíðarinnar verður Margrét Frímannsdóttir.
Börnum verður boðið upp á andlitsmálun, hoppukastala og leiktæki. Pulsur og kók, kaffi og meðlæti fyrir alla.
Kópavogi og Garðabæ * * *
Suðvesturkjördæmi
1. maí kaffi
Kópavogi kl. 14-16 að Hamraborg 11
Mosfellsbæ kl. 14-16 að Þverholti 3
Garðabæ kl. 15-17 að Garðatorgi 7
Mætum öllum og sýnum samstöðu!
– opið hús á Hótel Borg og í kosningamiðstöðinni * * *
Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur ásamt S-listunum fyrir opnu húsi á Hótel Borg eftir göngu og fund verkalýðsfélaganna 1. maí – á þriðjudaginn kemur. Gera má ráð fyrir að dagskrá hefjist milli þrjú og hálf-fjögur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Eflingu, flytja stutt ávörp.
Hrund Ósk Árnadóttir syngur nokkur lög við undirleik Agnars Más Magnússonar og svo verður hafður í frammi fjöldasöngur ef til þess finnast nógu snjallir forsöngvarar.
Gestgjafar dagsins eru Mörður Árnason og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Kaffi og kökur eftir þörfum – framlög eftir getu.
Í kosningamiðstöð okkar í Landsímahúsinu og kringum hana verður líka mikið um að vera, einkum fyrir yngri kynslóðina: Að minnsta kosti hoppikastali og pulsur með viðeigandi meðlæti.
Morgunkaffi kl. 11:00-13:00 í kosningamiðstöðinni, Klemmunni. Frambjóðendur kynna Unga Ísland, aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar í málefnum barna. Blöðrur, ís og andlitsmálun fyrir börnin.
Opnun kosningaskrifstofu á Siglufirði, Suðurgötu 10, kl. 11.30, morgunverðarhlaðborð.
Egilsstaðir kosningamiðstöðin Miðvangi: klukkan 15:00, kaffi og meðí, tónlistarflutningur og upplestur. Jónína Rós Guðmundsdóttir 6. maður á lista flytur ávarp.
Seyðisfjörður: Kvöldkaffi á Hótel Snæfelli klukkan 20:30 Leikfélag Seyðisfjarðar slær á létta strengi. Kvikmynd Al Gore, Hinn óþægilegi sannleikur frumsýnd á Austurlandi.
Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar í Lárusarhúsi á Akureyri opin kl.13.00 – 18.00
* * * 1. maí í Norðvesturkjördæmi * * *
Skemmtun fyrir börnin.
1. maí kl. 11:00-13:00
Ströndin, Sæmundargötu 7
Börn eru besta fólk
Sæluvikudagur barnanna
Sögur, ljóð og leikir úti og inni
Boðið er upp á holla hádegishressingu
– Kosningamiðstöð, Skólabraut 30, Akranes. Opið hús frá 14.00, Grill, söngur, spjall og gleði
– Kosningamiðstöð, Ólafsbraut 19, Ólafsvík. Opið hús frá kl. 15 – 18. Kaffi, tónlist og spjall.
– Kosningamiðstöð, Félagsbær, Borgarnes. Opið hús frá kl. 15. 30.
– Kosningamiðstöð, Aðalstræti 27, Ísafjörður. Opið hús frá kl. 13.00.