Nokkrar ástæður

Framundan eru sögulegar kosningar og það er ljóst að kosningabaráttan hefur sjaldan verið eins og hörð. Eins og allir lesendur vita þá skipta úrslit kosninga miklu máli enda er verið að kjósa um hvernig samfélag við viljum búa í. Framundan eru sögulegar kosningar og það er ljóst að kosningabaráttan hefur sjaldan verið eins og hörð. Eins og allir lesendur vita þá skipta úrslit kosninga miklu máli enda er verið að kjósa um hvernig samfélag við viljum búa í.

16 ár?
Það getur verið freistandi fyrir kjósendur að rugga ekki bátnum og kjósa ríkjandi ástand. Þess vegna er rétt að rifja upp nokkrar ástæður af hverju ungir einstaklingar ættu ekki að kjósa sitjandi stjórnvöld.

…því það hefur sjaldan verið eins dýrt að vera ungur einstaklingur og nú

…því matvælaverð er með því hæsta í heiminum m.a. vegna arfavitlausrar landbúnaðarstefnu stjórnvalda

…því skólagjöld hafa verið stóraukin og þrýstingur um enn hærri skólagjöld síeykst

…því menntakerfið fær minna fjármagn en gerist hjá nágrannaþjóðum og færri útskrifast með æðri menntun en víðast annars staðar í Evrópu

…því skattbyrði einstaklinga hefur aukist til muna í tíð núverandi ríkisstjórnar

…því stjórnvöld halda við ósanngjörnu jaðarskattakerfi fyrir ungt fólk með tekjutengingum og aukinni endurgreiðslubyrði námslána

…því barnabætur hafa verið skertar gríðarlega undanfarin ár

…því vextir eru með því hæsta í vestrænum heimi

…því fátækt hefur stóraukist í samfélaginu

…því atvinnuleysi ungs fólks hefur ekki verið eins mikið í meira en áratug

…því húsnæði fyrir ungt fólk hefur sjaldan verið eins dýrt

…því þjónustugjöld og lyfjakostnaður hefur rokið upp úr öllu valdi

…því stjórnvöld sýna skilyrðislausa fylgisspekt við hvers kyns hernað

Það er ljóst að núverandi stjórnvöld hafa haft næg tækifæri til breytinga. Viljum við ekki breyta þessu samfélagi til betri vega? Viljum við í raun og veru hafa sama forsætisráðherrann í 16 ár?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand