Hvað vita íslensk stjórnvöld sem almenningur veit ekki?

Senn líður að innrás í Írak. Eitt af fáum löndum Evrópu, og annað tveggja Norðurlandanna, sem standa keik og án allra efasemda að baki Bandaríkjamönnum í stríðinu, er Ísland. Í hugum ráðamanna þjóðarinnar virðist ekki leika minnsti vafi á því að stríð gegn Írak sé nú réttlætanlegt. Senn líður að innrás í Írak. Eitt af fáum löndum Evrópu, og annað tveggja Norðurlandanna, sem standa keik og án allra efasemda að baki Bandaríkjamönnum í stríðinu, er Ísland. Í hugum ráðamanna þjóðarinnar virðist ekki leika minnsti vafi á því að stríð gegn Írak sé nú réttlætanlegt.

Þrátt fyrir engar sannanir um gereyðingarvopn í Írak.

Þrátt fyrir engar sannanir um tengsl íraskra stjórnvalda við hryðjuverkasamtök.

Þrátt fyrir mannfall óbreyttra borgara, karla, kvenna og barna.

Þrátt fyrir þá stórkostlegu hættu sem heimsfriði stafar af því að Bandaríkjamenn kveiki í púðurtunnunni við Persaflóa.

Þrátt fyrir andstöðu meirihluta þjóðarinnar við þátttöku Íslands í stríðsrekstrinum.

Þrátt fyrir þá afstöðu ráðamanna þjóðarinnar frá því Íslendingar hófu að mynda sér stefnu í utanríkispólitík að taka ekki þátt í eða styðja stríðsrekstur án samþykkis Sameinuðu Þjóðanna.

Þrátt fyrir að einu efnavopnin sem vitað er að Írakar ráði yfir sé gamalt eiturdrasl sem Bandaríkjamenn og Bretar seldu Írökum á níunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir lögleysu stríðsrekstrarins að alþjóðarétti.

Þrátt fyrir þá sundrungu sem stríðið skapar á alþjóðavettvangi.

Þrátt fyrir að stríðið hafi í för með sér klofning Sameinuðu Þjóðanna.

Þrátt fyrir allar þessar staðreyndir eru æðstu yfirmenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra í farabroddi, ekki í nokkrum vafa um að stríð gegn Írak, að hætti Bandaríkjamanna, sé réttlætanlegt.

Er von maður spyrji sig af hverju? Eigum við, almenningur, ekki heimtingu á því að forsætisráðherra upplýsi okkur um það hvað það er sem hann veit – og við vitum ekki – sem gerir allar framangreindar staðreyndir að hjómi einu saman? Hvað er það sem réttlætir stríðið?

Ef forsætisráðherra hefur engu frekara við ástæður stríðsrekstrarins að bæta, umfram það sem almenningi er nú þegar kunnugt um, hefur forsætisráðherra tekið ákvörðun fyrir hönd þjóðarinnar, sem brýtur að mínu mati gegn lögmálum skynsemi og réttlætis.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand