Niður með Ungfrú Ísland – Sniðgöngum styrktaraðila!

Þær sýna okkur baðföt frá Aqualina, kvöldkjóla, cintamani flíspeysur og tjútta við RnB tónlist eins og Yesmine kenndi þeim. Og þjóðin situr límd við skjáinn. Manni er spurn. Því nákvæmlega fyrir hvað stendur fegurðarsamkeppni eins og Ungfrú Ísland? Er verið að hamra á góðum og gömlum gildum? Er verið að boða heilsusamlegt líferni? Eigum við hinar að leika leikinn eftir? Staðreyndin er sú að keppni sem þessi er vægast sagt barn síns tíma, og vinnur aðeins gegn því sem aðrir reyna að leggja fram í jafnréttisumræðuna. Nú fer vertíðin senn að ganga í garð. Við erum hér sjálfsögu að tala um hina árlegu vertíð Fegurðardrottninga sem allir Íslendingar virðast fylgjast svo vel með. Ungfrú Norðurland, Vesturland, Austurland, Suðurland og Vestfirðir. Að ógleymdri Ungfrú Reykjavík. Allar sameinast sigurvegarar saman í stórkostlega ljósadýrð – Ungfrú Ísland – í glæsihöllinni á Broadway, þar sem boðið er upp á sveppasúpu, svínalund og súkkulaðiþrennu í eftirrétt.

Og nú sýna stúlkurnar baðföt
Þær sýna okkur baðföt frá Aqualina, kvöldkjóla, cintamani flíspeysur og tjútta við RnB tónlist eins og Yesmine kenndi þeim. Og þjóðin situr límd við skjáinn. Manni er spurn. Því nákvæmlega fyrir hvað stendur fegurðarsamkeppni eins og Ungfrú Ísland? Er verið að hamra á góðum og gömlum gildum? Er verið að boða heilsusamlegt líferni? Eigum við hinar að leika leikinn eftir? Staðreyndin er sú að keppni sem þessi er vægast sagt barn síns tíma, og vinnur aðeins gegn því sem aðrir reyna að leggja fram í jafnréttisumræðuna.

En er mega þær ekki vera fegurðardrottningar ef þær vilja?
Það má vera að fegurðarsamkeppnaandspyrna sé orðin þreytt. En þess þá heldur þurfum við að vera vakandi fyrir því fyrirbæri sem téð keppni er. Á heimasíðu keppninnar, Ungfruisland.is, er margan fróðleikinn að finna. Í umfjöllun segir orðrétt: ,,Keppnin er fyrir sjálfstæðar ungar konur sem vilja læra og fá þjálfun í því að ná markmiðum sínum. Auk þess öðlast sigurvegararnir tækifæri til að ferðast til fjarlægra landa sem fulltrúar Íslands og láta þar gott af sér leiða í þágu líknarmála og góðgerðarstarfsemi sem er aðalmarkmið alþjóðlegra fegurðarsamkeppna.” Einnig segir á öðrum stað: Hvernig er starfsári Ungfrú- Herra Íslands háttað? Auk þess sem þau fara og keppa sem fulltrúar Íslands í erlendum alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum, þurfa að þau að vera tilbúin takast á við hin ýmsu verkefni sem fulltrúar Fegurðarsamkeppninnar. Einnig leitast þau við að vera heilbrigð fyrirmynd ungmenna í landinu.

Ætti maður nú að halda kjafti? Býr ekki keppnin til frábært tækifæri fyrir hressar stelpur til að ferðast (og sinna góðgerðarmálum), læra og fá þjálfun í að ná markmiðum sínum¸ kynnast öðrum hressum stelpum auk þess að vera heilbrigð fyrirmynd ungmenna í landinu? Svarið er nei. Eins velviljaðar þessar aðlaðandi stúlkur eru allar eiga þær a.m.k. eitt sameiginlegt: Engin þeirra er með feitan rass. Engin þeirra er með exem. Þær eru ekki með appelsínuhúð, umframhúð eða flösu; a.m.k. er þess tryggilega gætt að það sjáist ekki í beinni útsendingu.

Haltu kjafti og vertu sæt!
Reyndin er sú að keppnir sem þessar búa til staðalímyndir. Þær minna undirmeðvitundina enn og aftur á að eitt helsta markmið sem kvenfólk á að einbeita sér að ná er að líkjast stúlkunum í ungfrú Ísland. Eru þessar ágætu stúlkur gersamlega ómeðvitaðar um eigin gjörðir? Vita þær ekki að með þáttöku sinni eru þær að leggja hönd á plóg gegn eigin trúverðugleika? Í raun trúverðugleika okkar allra; því fæstar erum við fegurðardrottningar (og höfum ekki spor áhuga) en verðum aldrei heilbrigð fyrirmynd ungmenna. Hví? Við erum kannski með flösu og feitan rass.

Þveröfug áhrif jákvæðrar auglýsingar
En hvernig getum við gert útaf við keppnir sem þessar? Það er í raun illmögulegt. Hinsvegar er eitt til ráða. Ungfrú Ísland myndi ekki ganga án styrktaraðila, en til þess er einmitt leikurinn gerður, að auglýsa. Fái þessir styrkjendur neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum fyrir að styrkja áðurnefnda keppni er ólíklegra að þeir endurtaki leikinn. Því vil ég biðla til þeirra sem hafa hug á að verða vitni að endalokum fegurðarsamkeppna á Íslandi, að skipta ekki við eftirfararndi fyrirtæki og vörumerki:

World Class

Nings

Next

Oroblu

Aquolina (Sportís)

Sláturfélag Suðurlands (SS)

Mojo/Monroe

Trimform Berglindar

Snyrtistofan Fegurð

Redken (Hár-heildverslun)

LCN Neglur (Heilsa og Fegurð snyrtistofa)

Ljósmyndastofa Erlings

Hótel Selfoss

Delsey Ferðatöskur

Sekonda úr

Prinsessan í Mjódd

Dýrfinna Torfadóttir (gull- og skartgripahönnuður)

SpringAir Never-turn heilsurúm

Ennfremur má nálgast nöfn annarra kostenda á heimasíðu keppninnar, ungfruisland.is. Einnig má minna á heimasíðu staðalímyndahóps Feministafélags Íslands: http://www.feministinn.is/saga/vera-stadalimyndahopur-fs33003.htm

Vonum að styrktaraðilarnir verði færri á komandi árum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand